Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 34

Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 bari og veitingastaði við samsetn- ingu á drykkjum og drykkjarseðlum undir nafninu The Viceman. Bakað með jarðvarma „Þegar forsvarsmenn brennivíns höfðu samband við mig og vildu fá mig í samstarf um að setja þetta á markað í tilraunaskyni hófst skemmtilegt þróunarferli. Það var ljóst að við þyrftum talsvert magn af rúgbrauði og svo er það til í ýms- um útgáfum og mjög misjöfnum gæðum. Þá kom strax upp sú hug- mynd að hafa samband við snilling- inn Bjarka Hilmars, yfirmat- reiðslumeistara hjá Hótel Geysi í Haukadal. Bjarki og félagar baka nefnilega eitt allra besta rúgbrauðið í bransanum uppi á Geysi,“ segir Andri. „Það sem gerir það svo einstakt er að þeir baka það með jarðvarma inni á hverasvæðinu – bókstaflega troða því ofan í jörðina og leyfa því að bakast í sólarhring áður en þeir sækja það tilbúið til neyslu daginn eftir. Þessi Geysisbrauð eða hvera- brauð eru ekki eins sykruð og þau sem framleidd eru á styttri tíma heldur er um svokölluð seydd rúg- brauð að ræða, þar sem hægeldunin nær að brjóta niður sterkjuna í korninu og skilar mun þéttari og safaríkari niðurstöðu. Sem betur fer tók Bjarki vel í þetta. Hann tekur svo brauðið fyrir okkur og léttristar eða brúnar það áður en við leggjum það í tank með tilbúnu brennivíni. Þar fær þetta svo að sitja í ein- hverjar vikur áður en við léttsíum það og setjum á flöskur.“ Sjálfur er Bjarki ánægður með þessa tilraun: „Þetta er mjög spenn- andi og ég held að þetta verði vin- sælt hjá ferðamönnum. Bragðið af brennivíninu, einiber og kartöflur, fer vel með hverabrauðinu.“ Sögulegur þjóðlegur bræðingur  Íslenskt brennivín sem bragðbætt er með seyddu hverabrauði sett á markað  Hugmyndin kvikn- aði út frá hanastéli á veitingastaðnum Mat & drykk  Brauðið bakað í jörð við Geysi í sólarhring Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Rúgbrauðsbrennivín Bjarki Hilmarsson og Andri Davíð Pétursson eru hæstánægðir með útkomuna. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Bakað á Geysi Bjarki Hilmarsson bakar seytt rúgbrauð í holu Bergs frá Laug við Geysi í Haukadal. Brauðið er bakað í sólarhring og þykir einstakt. Andri Davíð kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á bragði og bragðupplifun, bæði þegar kem- ur að mat og drykk. „Ég fór snemma að hafa metnað fyrir kokkteilgerð og byrjaði í framhaldi að keppa í slíkum keppnum. Árið 2016 var haldin undankeppni fyrir World Class Global Final hér heima, með 35 keppendum og stóð hún yfir í rúma 10 mánuði. Mér tókst að vinna hana og keppti í fram- haldi í úrslitum keppninnar í Miami sama ár. Þetta var ótrú- lega skemmtileg reynsla, en keppnin er sú langstærsta og viðamesta í heiminum í þessum geira,“ segir Andri Davíð Pétursson. Keppti við þá bestu á Miami METNAÐUR Í KOKKTEILUM Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu húseignina Grandargarð 2, Alli- ance-húsið, ásamt rétti til uppbygg- ingar á lóðinni. Fram kemur í auglýsingunni að við mat á tilboðum muni verðhug- mynd gilda 50% og aðrir þættir 50%. Þessir þættir eru frumleiki og teng- ing við umhverfi, samfélagsleg teng- ing, aðgengi, hönnun, sjálfbærni og kolefnisspor. Umsækjandi skal gera grein fyrir hugmyndum sínum um uppbyggingu á reitnum ásamt upp- dráttum. Alliance-húsið er steinsteypuhús, byggt á árunum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorláks- sonar húsameistara og er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu árið 2012 fyrir 340 milljónir króna. Húsið er 2.000 fermetrar. Ytra byrði þess hefur verið gert upp í anda fyrri tíma. Í dag eru starfrækt í húsinu Sögusafnið, norðurljósasýning og veitingahúsið Matur og drykkur. Fyrr á þessu ári var samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Nýbygg- ingarnar geta orðið alls 4.200 fer- metrar. Á jarðhæð nýbyggingar verða fimm verslunar- og þjónustu- rými opin almenningi. Á annarri og þriðju hæð verða íbúðir eða hótel- herbergi. Tilboðsfrestur er til 3. október. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Grandagarður Uppbygging verður heimiluð norðan og austan við húsið. Borgin vill selja Alliance-húsið SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sérstök rúgbrauðsútgáfa af íslensku brennivíni var nýlega sett á markað. Við framleiðsluna er notað seytt hverabrauð sem bakað er í jörð við Geysi. Brauðið er látið liggja í jörð, í holu Bergs frá Laug nánar tiltekið, í um sólarhring áður en það er skorið í bita, snöggsteikt á pönnu og því næst lagt í brennivínstankinn þar sem brennivínið tekur úr því lit og bragð. Brennivín Rúgbrauð Edition, eins og þessi útgáfa kallast, fæst í fríhöfninni í Leifsstöð og er væntan- legt á bari og veitingahús á næst- unni. Þá er stefnt að því að brenni- vínið fari í sölu í Bandaríkjunum undir áramót. Hið hefðbundna ís- lenska brennivín hefur einmitt notið talsverðra vinsælda þar um slóðir. Þessi útgáfa brennivíns er byggð á hanastéli sem Andri Davíð Péturs- son þróaði fyrir nokkrum misserum og var meðal annars framreitt á veitingastaðnum Mat & drykk. Þar var boðið upp á rúgbrauðslegið brennivín með síld. Passar vel með síldinni „Pælingin á bak við rúgbrauðs- brennivínið var fyrst og fremst að ná að sameina þarna tvö sjúklega þjóðleg atriði í eitt. Það er auðvitað mikil hefð fyrir síld á rúgbrauði og svo brennivíni með. Eftir að hafa látið brennivínið liggja í rúgbrauð- inu tekur það í sig lykt, lit og bragð frá því. Á Mat & drykk fram- reiddum við þetta svo alltaf með síld og slepptum þá brauðinu sjálfu, enda sá karakter kominn í brenni- vínið. Að öðru leyti gengur þessi blanda af brauðinu og brennivíninu fullkomlega upp ein og sér. Brenni- vínið er bjart og hreint með góðu kúmenbiti í grunninn en rúgbrauðið er sætt og þyngra í bragði og saman myndar þetta frábært jafnvægi ef þetta er gert á réttan hátt,“ segir Andri. Hann starfar þessa dagana sem veitingaráðgjafi og aðstoðar /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.