Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 bari og veitingastaði við samsetn- ingu á drykkjum og drykkjarseðlum undir nafninu The Viceman. Bakað með jarðvarma „Þegar forsvarsmenn brennivíns höfðu samband við mig og vildu fá mig í samstarf um að setja þetta á markað í tilraunaskyni hófst skemmtilegt þróunarferli. Það var ljóst að við þyrftum talsvert magn af rúgbrauði og svo er það til í ýms- um útgáfum og mjög misjöfnum gæðum. Þá kom strax upp sú hug- mynd að hafa samband við snilling- inn Bjarka Hilmars, yfirmat- reiðslumeistara hjá Hótel Geysi í Haukadal. Bjarki og félagar baka nefnilega eitt allra besta rúgbrauðið í bransanum uppi á Geysi,“ segir Andri. „Það sem gerir það svo einstakt er að þeir baka það með jarðvarma inni á hverasvæðinu – bókstaflega troða því ofan í jörðina og leyfa því að bakast í sólarhring áður en þeir sækja það tilbúið til neyslu daginn eftir. Þessi Geysisbrauð eða hvera- brauð eru ekki eins sykruð og þau sem framleidd eru á styttri tíma heldur er um svokölluð seydd rúg- brauð að ræða, þar sem hægeldunin nær að brjóta niður sterkjuna í korninu og skilar mun þéttari og safaríkari niðurstöðu. Sem betur fer tók Bjarki vel í þetta. Hann tekur svo brauðið fyrir okkur og léttristar eða brúnar það áður en við leggjum það í tank með tilbúnu brennivíni. Þar fær þetta svo að sitja í ein- hverjar vikur áður en við léttsíum það og setjum á flöskur.“ Sjálfur er Bjarki ánægður með þessa tilraun: „Þetta er mjög spenn- andi og ég held að þetta verði vin- sælt hjá ferðamönnum. Bragðið af brennivíninu, einiber og kartöflur, fer vel með hverabrauðinu.“ Sögulegur þjóðlegur bræðingur  Íslenskt brennivín sem bragðbætt er með seyddu hverabrauði sett á markað  Hugmyndin kvikn- aði út frá hanastéli á veitingastaðnum Mat & drykk  Brauðið bakað í jörð við Geysi í sólarhring Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Rúgbrauðsbrennivín Bjarki Hilmarsson og Andri Davíð Pétursson eru hæstánægðir með útkomuna. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Bakað á Geysi Bjarki Hilmarsson bakar seytt rúgbrauð í holu Bergs frá Laug við Geysi í Haukadal. Brauðið er bakað í sólarhring og þykir einstakt. Andri Davíð kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á bragði og bragðupplifun, bæði þegar kem- ur að mat og drykk. „Ég fór snemma að hafa metnað fyrir kokkteilgerð og byrjaði í framhaldi að keppa í slíkum keppnum. Árið 2016 var haldin undankeppni fyrir World Class Global Final hér heima, með 35 keppendum og stóð hún yfir í rúma 10 mánuði. Mér tókst að vinna hana og keppti í fram- haldi í úrslitum keppninnar í Miami sama ár. Þetta var ótrú- lega skemmtileg reynsla, en keppnin er sú langstærsta og viðamesta í heiminum í þessum geira,“ segir Andri Davíð Pétursson. Keppti við þá bestu á Miami METNAÐUR Í KOKKTEILUM Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu húseignina Grandargarð 2, Alli- ance-húsið, ásamt rétti til uppbygg- ingar á lóðinni. Fram kemur í auglýsingunni að við mat á tilboðum muni verðhug- mynd gilda 50% og aðrir þættir 50%. Þessir þættir eru frumleiki og teng- ing við umhverfi, samfélagsleg teng- ing, aðgengi, hönnun, sjálfbærni og kolefnisspor. Umsækjandi skal gera grein fyrir hugmyndum sínum um uppbyggingu á reitnum ásamt upp- dráttum. Alliance-húsið er steinsteypuhús, byggt á árunum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorláks- sonar húsameistara og er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu árið 2012 fyrir 340 milljónir króna. Húsið er 2.000 fermetrar. Ytra byrði þess hefur verið gert upp í anda fyrri tíma. Í dag eru starfrækt í húsinu Sögusafnið, norðurljósasýning og veitingahúsið Matur og drykkur. Fyrr á þessu ári var samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Nýbygg- ingarnar geta orðið alls 4.200 fer- metrar. Á jarðhæð nýbyggingar verða fimm verslunar- og þjónustu- rými opin almenningi. Á annarri og þriðju hæð verða íbúðir eða hótel- herbergi. Tilboðsfrestur er til 3. október. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Grandagarður Uppbygging verður heimiluð norðan og austan við húsið. Borgin vill selja Alliance-húsið SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sérstök rúgbrauðsútgáfa af íslensku brennivíni var nýlega sett á markað. Við framleiðsluna er notað seytt hverabrauð sem bakað er í jörð við Geysi. Brauðið er látið liggja í jörð, í holu Bergs frá Laug nánar tiltekið, í um sólarhring áður en það er skorið í bita, snöggsteikt á pönnu og því næst lagt í brennivínstankinn þar sem brennivínið tekur úr því lit og bragð. Brennivín Rúgbrauð Edition, eins og þessi útgáfa kallast, fæst í fríhöfninni í Leifsstöð og er væntan- legt á bari og veitingahús á næst- unni. Þá er stefnt að því að brenni- vínið fari í sölu í Bandaríkjunum undir áramót. Hið hefðbundna ís- lenska brennivín hefur einmitt notið talsverðra vinsælda þar um slóðir. Þessi útgáfa brennivíns er byggð á hanastéli sem Andri Davíð Péturs- son þróaði fyrir nokkrum misserum og var meðal annars framreitt á veitingastaðnum Mat & drykk. Þar var boðið upp á rúgbrauðslegið brennivín með síld. Passar vel með síldinni „Pælingin á bak við rúgbrauðs- brennivínið var fyrst og fremst að ná að sameina þarna tvö sjúklega þjóðleg atriði í eitt. Það er auðvitað mikil hefð fyrir síld á rúgbrauði og svo brennivíni með. Eftir að hafa látið brennivínið liggja í rúgbrauð- inu tekur það í sig lykt, lit og bragð frá því. Á Mat & drykk fram- reiddum við þetta svo alltaf með síld og slepptum þá brauðinu sjálfu, enda sá karakter kominn í brenni- vínið. Að öðru leyti gengur þessi blanda af brauðinu og brennivíninu fullkomlega upp ein og sér. Brenni- vínið er bjart og hreint með góðu kúmenbiti í grunninn en rúgbrauðið er sætt og þyngra í bragði og saman myndar þetta frábært jafnvægi ef þetta er gert á réttan hátt,“ segir Andri. Hann starfar þessa dagana sem veitingaráðgjafi og aðstoðar /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.