Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 43
Að minnsta kosti 20 manns létust
og um 70 til viðbótar særðust í Ka-
búl, höfuðborg Afganistans, eftir að
tvær sprengjur sprungu þar með
stuttu millibili við glímuklúbb.
Tildrög fyrri árásarinnar voru
þau að sjálfsvígssprengjumaður tók
sér stöðu meðal áhorfenda í glímu-
klúbbnum og sprengdi sjálfan sig í
loft upp. Sagði í fyrstu fréttum að
fjórir hefðu látist í þeirri árás. Um
klukkutíma síðar, þegar lögregla
og neyðaraðstoð hafði borið að
garði ásamt fjölmiðlamönnum
sprakk bifreið, sem var drekk-
hlaðin sprengiefnum við sama
glímuklúbb. Að minnsta kosti fjórir
blaðamenn særðust í seinni árásinni
og tveir létust, en ekki var ljóst
hversu margir lögreglumenn voru
á meðal þeirra sem féllu þegar bif-
reiðin sprakk í loft upp.
Talíbanar neituðu þegar í stað að
þeir hefðu átt þátt í þessu ódæðis-
verki og hafði enginn lýst yfir
ábyrgð á því í gær. Hins vegar þyk-
ir líklegt að skipuleggjendur árás-
arinnar hafi tengst Ríki íslams, sér í
lagi þar sem glímuklúbburinn var í
hverfi þar sem fjölmargir sjítar lifa
og starfa. Síðast var gerð árás á
sjíta í Kabúl hinn 15. ágúst síðast-
liðinn, en þá réðist sjálfsvígs-
sprengjumaður á skóla og myrti
fjölda námsmanna.
Ashraf Ghani, forseti Afganist-
ans, fordæmdi árásina á óbreytta
borgara og fjölmiðla og sagði hana
vera glæp gegn mannkyni og beina
atlögu að málfrelsinu.
AFP
Slasaður Hlúð að fórnarlambi á sjúkrahúsi í Kabúl í kjölfar sprenginganna.
Tvær skæðar
sprengingar í Kabúl
Minnst 20 manns látnir eftir ódæðið
FRÉTTIR 43Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, greindi frá því í gær að
tveir rússneskir njósnarar væru
grunaðir um að hafa framið tauga-
eitursárásina á Sergei Skrípal,
sem eitt sinn var gagnnjósnari
Breta innan sovésku leyniþjónust-
unnar.
Breskir saksóknarar tilkynntu
sama dag að þeir Alexander Pet-
rov og Ruslan Boshirov yrðu
ákærðir fyrir morðtilræði við Skrí-
pal og dóttur hans Júlíu, en mál
þeirra feðgina vakti mikla athygli í
mars síðastliðnum, þar sem í ljós
kom að taugaeitrinu Novichok
hefði verið beitt við tilræðið.
May sagði í yfirlýsingu sinni til
breska þingsins að Petrov og
Boshirov væru báðir liðsforingjar í
GRU, leyniþjónustu rússneska
hersins, og bætti við að árásin
hefði líklega haft samþykki yfir-
manna þeirra. „Þetta var ekki að-
gerð sem þeir tóku upp á hjá sjálf-
um sér. Hún var nánast örugglega
líka heimiluð á einu af æðstu stig-
um rússneska ríkisins,“ sagði May.
Stjórnvöld í Bretlandi höfðu áð-
ur sakað rússnesk stjórnvöld um
að hafa staðið að baki árásinni,
sem framin var í enska bænum
Salisbury hinn 4. mars síðastliðinn.
Rússar hafa hins vegar neitað sök
og sakað Breta um að hafa vísvit-
andi afbakað staðreyndir málsins.
Utanríkisráðuneyti Rússlands
brást hart við fregnunum af ákær-
unum. Sagði í sérstakri yfirlýsingu
að ásakanirnar ættu ekki við nein
rök að styðjast. Þá væru bresk
stjórnvöld að krefjast „fáránlegra
útskýringa í tengslum við ástand
sem við tengjumst ekki að neinu
leyti.“ Þá sagði talskona utanrík-
isráðuneytisins að nöfn þeirra Pet-
rovs og Boshirov hefðu „enga þýð-
ingu fyrir okkur“.
Woody Johnson, sendiherra
Bandaríkjanna í Lundúnum, höf-
uðborg Bretlands, sagði hins vegar
á twitter-síðu sinni að Bandaríkin
stæðu þétt á bak við Breta í þessu
máli. Bretar hafa krafist þess að
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundi vegna málsins og er gert ráð
fyrir að sá fundur fari fram í dag.
Ákæra tvo Rússa fyr-
ir árásina á Skrípal
Sagðir útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins
AFP
Eftirlýstir Þeir Ruslan Boshirov (t.v.) og Alexander Petrov sjást hér á þess-
ari mynd sem Lundúnalögreglan dreifði til fjölmiðla í gær.
Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda
AIL 4x4
m. - Sjálfskiptur
4x4
Beinskiptur
1.290 þ.kr.2.490 þ.kr.
uzuki JIMNY
014 - Ek. 57 þ. km. -
.190 þ.kr.
issan XTR
017 - Ek. 53 þ. k
Subaru FORESTER
2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur
VW POLO
2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault MEGANE Station
2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault Clio
2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur
3.690 þ.kr.
1.940 þ.kr.
990 þ.kr.
uzuki GRAND VITARA
2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur
. .
Kia CEED Station
2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur
. . .
S
201
.
Kia Sportage EX 4x4
2017 - Ek. 88 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault MEGANE Station
2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur
Subaru Forester
2012 - Ek. 86 þ. km. - Sjálfskiptur
Kia SPORTAGE EX 4x4
2017 - Ek. 99 þ. km. - Sjálfskiptur
3.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.250 þ.kr. 3.490 þ.kr.