Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 43
Að minnsta kosti 20 manns létust og um 70 til viðbótar særðust í Ka- búl, höfuðborg Afganistans, eftir að tvær sprengjur sprungu þar með stuttu millibili við glímuklúbb. Tildrög fyrri árásarinnar voru þau að sjálfsvígssprengjumaður tók sér stöðu meðal áhorfenda í glímu- klúbbnum og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Sagði í fyrstu fréttum að fjórir hefðu látist í þeirri árás. Um klukkutíma síðar, þegar lögregla og neyðaraðstoð hafði borið að garði ásamt fjölmiðlamönnum sprakk bifreið, sem var drekk- hlaðin sprengiefnum við sama glímuklúbb. Að minnsta kosti fjórir blaðamenn særðust í seinni árásinni og tveir létust, en ekki var ljóst hversu margir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu þegar bif- reiðin sprakk í loft upp. Talíbanar neituðu þegar í stað að þeir hefðu átt þátt í þessu ódæðis- verki og hafði enginn lýst yfir ábyrgð á því í gær. Hins vegar þyk- ir líklegt að skipuleggjendur árás- arinnar hafi tengst Ríki íslams, sér í lagi þar sem glímuklúbburinn var í hverfi þar sem fjölmargir sjítar lifa og starfa. Síðast var gerð árás á sjíta í Kabúl hinn 15. ágúst síðast- liðinn, en þá réðist sjálfsvígs- sprengjumaður á skóla og myrti fjölda námsmanna. Ashraf Ghani, forseti Afganist- ans, fordæmdi árásina á óbreytta borgara og fjölmiðla og sagði hana vera glæp gegn mannkyni og beina atlögu að málfrelsinu. AFP Slasaður Hlúð að fórnarlambi á sjúkrahúsi í Kabúl í kjölfar sprenginganna. Tvær skæðar sprengingar í Kabúl  Minnst 20 manns látnir eftir ódæðið FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að tveir rússneskir njósnarar væru grunaðir um að hafa framið tauga- eitursárásina á Sergei Skrípal, sem eitt sinn var gagnnjósnari Breta innan sovésku leyniþjónust- unnar. Breskir saksóknarar tilkynntu sama dag að þeir Alexander Pet- rov og Ruslan Boshirov yrðu ákærðir fyrir morðtilræði við Skrí- pal og dóttur hans Júlíu, en mál þeirra feðgina vakti mikla athygli í mars síðastliðnum, þar sem í ljós kom að taugaeitrinu Novichok hefði verið beitt við tilræðið. May sagði í yfirlýsingu sinni til breska þingsins að Petrov og Boshirov væru báðir liðsforingjar í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og bætti við að árásin hefði líklega haft samþykki yfir- manna þeirra. „Þetta var ekki að- gerð sem þeir tóku upp á hjá sjálf- um sér. Hún var nánast örugglega líka heimiluð á einu af æðstu stig- um rússneska ríkisins,“ sagði May. Stjórnvöld í Bretlandi höfðu áð- ur sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki árásinni, sem framin var í enska bænum Salisbury hinn 4. mars síðastliðinn. Rússar hafa hins vegar neitað sök og sakað Breta um að hafa vísvit- andi afbakað staðreyndir málsins. Utanríkisráðuneyti Rússlands brást hart við fregnunum af ákær- unum. Sagði í sérstakri yfirlýsingu að ásakanirnar ættu ekki við nein rök að styðjast. Þá væru bresk stjórnvöld að krefjast „fáránlegra útskýringa í tengslum við ástand sem við tengjumst ekki að neinu leyti.“ Þá sagði talskona utanrík- isráðuneytisins að nöfn þeirra Pet- rovs og Boshirov hefðu „enga þýð- ingu fyrir okkur“. Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, höf- uðborg Bretlands, sagði hins vegar á twitter-síðu sinni að Bandaríkin stæðu þétt á bak við Breta í þessu máli. Bretar hafa krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi vegna málsins og er gert ráð fyrir að sá fundur fari fram í dag. Ákæra tvo Rússa fyr- ir árásina á Skrípal  Sagðir útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins AFP Eftirlýstir Þeir Ruslan Boshirov (t.v.) og Alexander Petrov sjást hér á þess- ari mynd sem Lundúnalögreglan dreifði til fjölmiðla í gær. Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda AIL 4x4 m. - Sjálfskiptur 4x4 Beinskiptur 1.290 þ.kr.2.490 þ.kr. uzuki JIMNY 014 - Ek. 57 þ. km. - .190 þ.kr. issan XTR 017 - Ek. 53 þ. k Subaru FORESTER 2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur VW POLO 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur Renault Clio 2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur 3.690 þ.kr. 1.940 þ.kr. 990 þ.kr. uzuki GRAND VITARA 2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur . . Kia CEED Station 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur . . . S 201 . Kia Sportage EX 4x4 2017 - Ek. 88 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur Subaru Forester 2012 - Ek. 86 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SPORTAGE EX 4x4 2017 - Ek. 99 þ. km. - Sjálfskiptur 3.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.250 þ.kr. 3.490 þ.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.