Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
JÓN BERGSSON EHF
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM
Hentar þetta þínum garði, svölum,
rekstri eða sumarbústað?
Dóra Magnúsdóttir
dora@mbl.is
Í lok ágúst sendi Fjölskyldan á mbl.is
út skilaboð um að verið væri að leita
að fjölskyldu til að taka þátt í Plast-
lausum september. Það eina sem far-
ið var fram á var að fjölskyldan sem
yrði fyrir valinu vildi minnka notkun
sína á einnota plasti og bæta um-
hverfisvernd sína almennt í sept-
ember, og vonandi til frambúðar.
Einnig var lögð áhersla á að fjöl-
skyldan sem tæki þátt hefði svigrúm
til að bæta sig.
Fjölmargar fjölskyldur höfðu sam-
band og vildu taka þátt. Fyrir valinu
varð ung fjölskylda, hjón með tvo
unga syni sem búa tímabundið heima
hjá foreldrum föðurins. Þrjár kyn-
slóðir undir sama þaki sem búa
þröngt og í sátt meðan unga fjöl-
skyldan bíður eftir að framtíð-
arhúsnæði hennar verði fullklárað.
Þetta eru þau Eva Bryngeirsdóttir
og maðurinn hennar Ingólfur Júlíus
Pétursson sem eiga synina Krumma
Rafn Ingólfsson þriggja ára og Úlf
Örn níu mánaða. Eva starfar við
vörustjórnun hjá fyrirtækinu Bram-
mer sem þjónustar álverið á Reyð-
arfirði en Ingólfur er vélvirki hjá
Launafli, sem einnig starfar fyrir ál-
verið. „Tengdó“, eins og Eva kallar
foreldra mannsins hennar þar sem
þau búa, eru þau Inga Dís Ingólfs-
dóttir, sem starfar í Landsbankanum
á Reyðarfirði, og Pétur Sigurðsson,
vélvirkjameistari hjá Alcoa.
Eva segir að hún sé alveg komin
þokkalega á veg með að flokka en
viðurkennir að hafa orðið svolítið
hissa á metnaði tengdaforeldra sinna
þegar kom að því að flokka rusl. Til
dæmis aðskilji þau álþynnur frá
plasti á lyfja- og vítamínþynnum og
skoli alltaf jógúrt og skyr samvisku-
samlega og taki hreina álþynnuna
frá. Enginn afsláttur gefinn á smá-
atriðunum! Þannig að þó að hún og
Ingólfur hafi talið sig vera ágætlega
á veg komin með flokkun hafi þau
lært heilmikið á því að búa með for-
eldrum Ingólfs. Þau starfa bæði í
tengslum við álverið og þar er
strangt eftirlit með flokkun sem
einnig hefur kennt þeim heilmikið.
-Nú eruð þið greinilega að hugsa
um umhverfisvernd og minni plast-
notkun nú þegar. En hvernig getið
þið gert enn betur i september?
„Við getum nú alltaf bætt okkur í
að muna eftir margnota plastpokum.
Það þýðir lítið að eiga 20-30 marg-
nota poka, gleyma þeim alltaf heima
og kaupa plastpoka! Svo verð ég að
viðurkenna að við höfum notað of
mikið af plaströrum, en við búum oft-
til þeytinga hér heima og Krummi
litli er hrifinn af þeim en vill alltaf
rör. Ég hef frétt að það er hægt að
kaupa margnota málmrör og einnota
papparör, þarf að skoða það allt sam-
an betur. Ég er líka smá í vandræð-
um í búðinni því ég hef ekki fundið
neitt annað en plast til að halda
ávöxtum og grænmeti saman en ég
get kannski fundið út úr því. Svo er
ég hætt að drekka gos, það sparast
nú heilmikið einnota plast á því.
Reyndar vil ég taka fram að ég hef
alltaf notað flöskurnar undan gosi
oft, þannig að þær hafa ekkert verið
einnota. Maðurinn minn er ekki al-
veg til í að hætta í gosinu en kaupir
frekar dósir en plast. Þannig að þetta
er svona það sem ég sé fyrir mér í
fljótu bragði.“
Búinn að hreinsa marga
pallfarma af plasti úr fjörunni
á Eskifirði
- Plastlaus september snýst ekki
bara um að nota minna plast heldur
líka hreinsa upp plast í náttúrunni og
plokka, sem góðu heilli er hreinlega
orðið tískufyrirbrigði. Eruð þið til
dæmis að plokka?
„Heldur betur. Það var maðurinn
minn sem fann upp plokkið löngu áð-
ur en það varð vinsælt. Eða svo segir
hann! Það er alla vega staðreynd að
hann hefur eytt mörgum klukkutím-
um í að henda plastúrgangi úr fjör-
unni hér á Eskifirði og í nágrenni
upp á pallbílinn okkar og koma úr-
ganginum flokkun. Algerlega óskipu-
lagt og án hvatningar.“
-Hvað með Krumma litla, er hann
áhugasamur um flokkun og þess
háttar?
Hann er allavega sérlega áhuga-
samur um rusl og kann aðeins að
flokka. Vill mjög gjarnan hjálpa okk-
ur með að henda rusli og þess háttar.
Hann er mikill áhugamaður um
Hvolpasveitina eins og flestir jafn-
aldrar hans og á eitt leikfang úr þess-
ari seríu, endurvinnsluhvolpinn
Rikka, en hans mottó er: Engu skal
farga, öllu skal bjarga! Þannig að þar
er góður, kannski ekki liðsmaður í
verkefninu, en liðshvolpur kannski?
Svona hlutir hjálpa foreldrum heil-
mikið að fræða börnin um endur-
vinnslu og umhverfisvernd.
Plastmengunin stingur mjög í
stúf í náttúrunni
-Hvað hvatti ykkur til að taka þátt
í Plastlausum september og verða
Plastlausa fjölskyldan?
Við búum náttúrulega hérna úti í
náttúrunni og þegar við sjáum plast
og annað rusl á víðavangi stingur það
mjög í stúf við umhverfið. Svo höfum
við eins og allir aðrir séð myndbönd
og fréttir af gríðarlegri plastmengun
í hafinu og höfum áhyggjur af því
eins og aðrir, ekki síst aðrir for-
eldrar. Þó að við flokkum á fullu
sjáum við líka hvað við, sem ein
dæmigerð íslensk fjölskylda, erum
að skila af okkur gríðarlegu magni af
rusli, þó svo að við flokkum það.
Þannig að það skiptir bara mjög
miklu máli bæði að flokka en ekki síð-
ur að skipuleggja flokkunina þannig
að hún sé sérlega aðgengileg í dags-
ins önn.
Plastlausa fjölskyldan á Eskifirði
Á Eskifirði búa hjón með tvo unga syni sem ætla að
taka þátt í Plastlausum september og verða Plast-
lausa fjölskyldan á mbl.is. Þau eru nú þegar dugleg
að flokka og plokka en telja sig geta gert enn betur
og munu deila myndum af plastafrekum sínum á
Instagram með myllumerkinu #PlastlausaFjöl-
skyldan. Fjölskyldan á mbl.is ætlar að fylgjast með.
Plokkpabbinn Ingólfur Júlíus Pétursson og Úlfur Örn í austfirskum berjamó. Þeir ætla að leggja sitt af mörkum í
náttúruvernd í haust og til frambúðar en sá fyrrnefndi telur sig hugsanlega vera óþekktan frumkvöðul plokksins.
Plastlausa mamman Eva Bryngeirsdóttir og Krummi
Rafn ætla að taka þátt í plastlausum september.
Ungir plokkarar Þessir ungu eskfirsku plokkarar létu sitt
ekki eftir liggja í umhverfisvernd í sumar.