Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 76

Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 76
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Mér var boðin skólavist í eitt ár en svo er aldrei að vita nema ég geti haldið áfram ef ég stenst prófin,“ segir Þorbjörg Jónasdóttir, fimmtán ára nemandi í ballett við Listdans- skóla Íslands. Þorbjörg er á leið til San Franc- isco í Bandaríkjunum á föstudaginn þar sem hún mun stunda ballettnám í vetur við skóla San Francisco- ballettsins. Ballettflokkurinn er þekktur um allan heim, en Helgi Tómasson er listrænn stjórnandi hans. Hafði engu að tapa „Ég fór á námskeið þarna úti í skólanum núna í sumar og í lok þess var mér boðin skólavist í eitt ár. Ég hafði fyllt út umsókn fyrir veturinn en átti ekki von á því að komast inn, svo að þetta var mjög óvænt ánægja. Ég hafði bara hugsað að ég hefði engu að tapa þótt ég prófaði að sækja um,“ segir Þorbjörg. Hún hefur stundað nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, en verður í vetur í fjarnámi frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla, þar sem ekki er boðið upp á fjarnám í MH. „Ég get lært á morgnana og svo fer ég í ballettskólann síðdegis. Ég fæ svo frí á sunnudögum,“ segir Þorbjörg. Krefjandi listgrein Hún segist dansa í um það bil þrjá klukkutíma á dag, en hún hefur æft ballett frá fjögurra ára aldri. Fyrst lærði hún í Ballettskóla Sigríðar Ár- manns en hefur verið í Listdans- skóla Íslands frá því hún var níu ára. Er þetta ekki mikið álag? „Jú, þetta er rosalega mikið álag og stundum fær maður álagsmeiðsli. Þetta er ekki alltaf dans á rósum. Maður þarf líka að passa sig á að hvíla sig vel og passa upp á matar- æðið.“ Hún bætir við að þetta sé þó alveg þess virði, því að ballettinn sé svo skemmtilegur. „Þetta er svo krefj- andi listgrein þar sem maður þarf alltaf að gera eins vel og maður get- ur. Það er samt ekkert fullkomið og maður getur alltaf bætt sig. Svo er ég svolítið feimin og næ að tjá mig í gegnum dansinn,“ segir Þorbjörg. Hún segir að draumahlutverkin séu mörg en hlutverk Þyrnirósar lík- lega það sem henni finnist mest spennandi. Hvert stefnirðu í ballettinum? „Mig langar að verða atvinnu- dansari en þetta er harður heimur og samkeppnin er mikil. Þannig að maður getur ekki gert annað en að taka bara einn dag í einu og gera sitt besta.“ Ung ballerína Þorbjörg Jónasdóttir er aðeins fimmtán ára og mun stunda ballettnám í San Francisco í vetur. Ekki alltaf dans á rósum en þó alveg þess virði  Ballettdansmey boðið í skóla San Francisco-ballettsins ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 NATUZZI B888 sófi með skemilenda til hægri eða vinstri. Madison N20RA leður. L310 x B243 x 104 cm. 729.900 kr. Nú 399.900 kr. RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM 25-50% af völdum vörum 2fyrir1 AF ÖLLUM RÚMFÖTUM 50% AF ALLRI SUMARVÖRU 2fyrir1 AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM 45% Sigurður og Jansson leika saman djass FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 249. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Morgunblaðið rýnir í dag í liðin fjög- ur sem spáð er neðstu sætunum í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Leiktíðin hefst á sunnudaginn. Tals- verðar breytingar hafa orðið hjá Fram, róðurinn virðist verða þungur hjá Akureyri og nýliðum KA, og hið sama má segja um Gróttu þar sem uppstokkun hefur verið mikil innan sem utan vallar. »2 og 3 Fallbarátta fyrir norðan og á Nesinu? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu leikur á laugardag fyrsta leik sinn í nýrri Þjóðadeild UEFA þegar liðið mætir Sviss ytra. Ísland er eitt þeirra tólf liða sem leika í A- deild. Nái liðið að enda í hópi þeirra tíu sem best- um árangri ná í A- deildinni verð- ur það í efsta styrkleika- flokki þegar dreg- ið verður í riðla fyrir undan- keppni EM sem fram fer öll á næsta ári. Sviss hefur skipt sjö leik- mönnum út síðan á HM í sumar. »4 Ísland byrjar sem eitt af tólf bestu í Evrópu Sigurður Flosason altsaxófónleikari og sænski píanóleikarinn Lars Jansson leika á Jazzhátíð í Reykja- vík í Hannesarholti í kvöld kl. 19.30. Sigurður og Jansson hafa leikið töluvert saman og munu í kvöld flytja tónsmíðar beggja sem og vel valda, sígilda og sígræna ópusa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.