Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 24

Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef verið stuðningsmaður þessa verkefnis frá upphafi og ég er opinn fyrir öllum leiðum til að það verði að veruleika. Helst fyrr en seinna,“ seg- ir Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra. Morgunblaðið hefur greint frá áhuga heimamanna í Vík í Mýrdal á gerð jarðganga í gegnum Reynisfjall og láglendisvegar. Fundað hefur verið í tvígang þar með hagsmuna- aðilum. Í yfirliti um innihald sam- gönguáætlunar kom fram að hring- vegur um Mýrdal og jarðgöng um Reynisfjall væru sett á 2.-3. tímabil áætlunarinnar. Reiknað er með 5,3 milljörðum króna til verksins. Þá sagði að leitað yrði leiða til að fjár- magna verkefnið í samstarfi við einkaaðila. Sigurður Ingi hefur boðað komu sína á opinn fund um samgöngumál sem haldinn verður í Víkurskóla í Vík á mánudaginn næsta, 1. október klukkan 20. „Mér finnst skipta máli að hlusta á heimafólk,“ segir Sig- urður Ingi sem kveðst sannfærður um ágæti umræddrar fram- kvæmdar. „Ég held að þetta muni skipta máli. Þetta yrði stytting á tíma, sparnaður í akstri, minni útblástur. Það er jákvætt að stytta hringveginn og fara með umferðina úr þorpinu. Og ekki síður að komast fram hjá fjallvegi þar sem hætta stafar af Gatnabrúninni.“ Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Reynisfjall Gert er ráð fyrir láglendisvegi með Dyrhólaósi til vinstri. Göng verði svo grafin gegnum fjallið til Víkur. Ráðherra fundar með Mýrdælingum  Styður jarðgöng í gegnum Reynis- fjall  Opinn fyrir öllum leiðum Samninganefnd stéttarfélagsins Einingar-Iðju fer fram á að laun hækki í krónum, ekki prósentum, í kjaraviðræðum í haust. Sammæli er um að þetta verði stærsta krafa fé- lagsins að því er fram kemur í pistli Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar-Iðju, á vef félagsins. „Þannig er tryggt að lægstu launin hækki mest í prósentum tal- ið. Sömuleiðis er nefndin einhuga um hækkun skattleysismarka, sömuleiðis að vaxta- og barnabætur hækki. Þá er lögð áhersla á að af- nema ósanngjarnt tvöfalt kerfi lág- markslauna og taxta,“ segir í pistli Björns. „Yfirlýsingar vinnuveitenda að undanförnu benda til þess að kjara- baráttan verði harðari en oft áður. Allar hagtölur benda hins vegar til þess að góðæri ríki í landinu og nú gerir verkafólk kröfu um að njóta góðærisins, sem engu líkara er en að hafi ver- ið hannað að þörfum toppanna og sjálftökuliðs- ins,“ ritaði Björn. Eining-Iðja á aðild að Starfs- greinasambandi Íslands, en fram kemur í pistli Björns að kröfugerð félagsins hafi verið send til Starfsgreina- sambands Íslands 18. september sl., en ráðgert er að kröfugerð sam- bandsins verði kynnt opinberlega 10. október nk. Björn segir kröfu- gerð Einingar-Iðju ítarlega og vel ígrundaða, enda byggða á við- horfum þorra félagsmanna. Hækki í krónum frekar en prósentum Björn Snæbjörnsson  Eining-Iðja skilar kröfugerð til SGS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), segir að sér sé fyrst og fremst brugðið við að sjá kröfugerð Stéttarfélagsins Fram- sýnar á Húsavík á hendur atvinnu- rekendum, um að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur. „Á sama tíma og verkalýðs- félögin eru að kalla eftir ábyrgð atvinnulífsins og skilningi á stöðu þeirra sem lægst hafa launin, þá virðast mörg þeirra vera að sýna takmarkaðan skilning á stöðu fyr- irtækjanna, sem félagsmenn verka- lýðsfélaganna starfa hjá. Það er vit- anlega umhugsunarefni fyrir okkur öll, ef verkalýðsfélögin ætla að fara fram með þessum hætti og sýna þar með takmarkaða ábyrgð í atvinnulíf- inu,“ sagði Halldór Benjamín í sam- tali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður um álit SA á ný- framkominni kröfugerð Framsýnar. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins vonum heilshugar, að kröfur þeirra verkalýðsfélaga, sem munu leiða þær kjaraviðræður sem framundan eru verði í meira samræmi við raun- veruleikann, en þessar kröfur Framsýnar eru,“ sagði Halldór jafn- framt. Myndi valda öllum tjóni Halldór segir að til þess að fólk átti sig á þeim stærðum sem um er að tefla, vilji hann benda á að fyr- irtækin í landinu greiði rétt um eitt- þúsund milljarða í laun og launa- tengd gjöld á hverju ári og hlutfall launa og launatengdra gjalda hafi aldrei verið hærra. „Ef við heimfærum hvað þessi kröfugerð Framsýnar myndi þýða fyrir fyrirtækin í landinu, þá væru fyrirtækin að taka á sig 200 til 300 milljarða hækkun launakostnaðar á ári. Það sér hver maður í hendi sér, að slíkt myndi bara leiða til rangrar niðurstöðu fyrir alla og valda öllum tjóni. Þessi nálgun hefur einfaldlega gengið sér til húðar,“ sagði Halldór Benjamín ennfremur. Samtökum atvinnulífsins var brugðið við kröfurnar  Þýði 200 til 300 milljarða hækkun launakostnaðar á ári Halldór Benjamín Þorbergsson Morgunblaðið/Ómar Atvinnulíf Halldór Benjamín Þorbergsson bendir á að fyrirtækin í landinu greiði um eitt þúsund milljarða í laun og launatengd gjöld á hverju ári. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Gísli Jónsson dr.med. Sérgrein hjartasjúkdómar og lyflækningar hefur flutt læknastofu sína frá Domus Medica á Álfaskeið 16, Hafnarfirði. Tímapantanir virka daga 9-17 í s. 517 05 05 F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.