Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt var að því að endurbyggður
Sighvatur GK 57 færi á veiðar í
fyrsta skipti í gærkvöldi og var
reiknað með að stefnan yrði tekin
norður fyrir land. Um síðustu helgi
var farið í reynslutúr til að prófa
tæki og búnað og voru nokkrir sér-
fræðingar um borð.
Ánægja var með hvernig skipið
sjálft reyndist í prufutúrnum að
sögn Péturs H. Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Vísis hf. í Grindavík.
Hins vegar hefði komið í ljós að
nokkur atriði mættu fara betur í
nýjum búnaði um borð í skipinu, en
jafnframt töldu menn sig sjá lausn-
irnar.
Unnið er að endurnýjun á skipa-
kosti Vísis, en fyrirtækið sérhæfir
sig í línuveiðum. Innan fjögurra ára
er ætlunin að búið verði að endur-
nýja skipin og í landi hafa nýjar
tæknilausnir rutt sér til rúms í
vinnslunni.
Endurbyggður í Póllandi
Sighvatur GK er í grunninn rúm-
lega 40 ára gamalt skip, sem lengst
af bar nöfnin Arney KE og Skarðs-
vík SH, en hefur ekki verið gert út í
um áratug. Hjá Alkor-skipasmíða-
stöðinni í Póllandi lauk endurbygg-
ingu skipsins í júní og að sögn Pét-
urs var skorið ofan af því ofan dekks
og skipt um allt nema 2⁄3 hluta stáls-
ins í skrokknum. Auk þess var skip-
ið lengt um fimm metra og er nú 45
metrar.
Í sumar var búnaður á millidekk
settur í skipið á Ísafirði. Pétur segir
að skipið sé vel búið, en ný tæki
voru sett í brú, nýjar vélar eru í
skipinu og aðbúnaðar áhafnar hefur
verið bættur.
Sendir upplýsingar í land
Allur fiskur er einstaklingsvigt-
aður á dekki og flokkaður fer fiskur
eftir stærð og tegundum niður í lest,
einn skammtur í einu. Þetta á að
létta verkferla og vinnu verulega og
þá einkum í lestinni, en skömmt-
unarkerfið er unnið af Marel og
Skaganum 3X í samvinnu við starfs-
fólk Vísis. Pétur segist sannfærður
um að þetta kerfi muni sanna gildi
sitt eftir lagfæringar á hnökrum
sem komu í ljós í prufutúrnum.
Kerfið er jafnframt hannað þann-
ig að það sendir upplýsingar í land
um stærðardreifingu og tegundir,
sem hjálpar framleiðslustjórum og
sölumönnum við að byrja sína vinnu
tveimur til þremur dögum áður en
skipið kemur í land. Pétur segir
mögulegt að þróa kerfið áfram og
hafa lestina jafnvel íslausa í fram-
tíðinni og hanna þar lítið færslukerfi
á tómum kerum.
Yfir 100 þúsund tonn af bolfiski
Gamli Sighvatur kom úr sínum
síðasta róðri fyrir tíu dögum og fór
áhöfnin yfir á nýja Sighvat. 14 verða
í áhöfn hverju sinni, en 17-18 manns
eru fastráðnir á skipið og skipta með
sér róðrum, samkvæmt upplýsing-
um Péturs.
Gamli Sighvatur var smíðaður í
Austur-Þýskalandi 1965, skipið hef-
ur margoft verið endurnýjað og var
lengt 1997. Það fer á næstunni í
brotajárn í Belgíu eftir að hafa land-
að vel yfir 100 þúsund tonnum af
bolfiski hjá Vísi á fjórum áratugum.
Öll skipin endurnýjuð
Næsta haust á Vísir von á nýju 45
metra skipi frá Alkor-skipasmíða-
stöðinni. Það skip fær nafnið Páll
Jónsson GK og leysir af hólmi eldra
skip með sama nafni. Í samningnum
um þá nýsmíði eru ákvæði um annað
samskonar skip sem kæmi til lands-
ins síðari hluta árs 2020. Ákvörðun
um það verkefni þarf að taka fyrir
mitt næsta ár að sögn Péturs, en
verði af smíðinni myndi það skip
koma í staðinn fyrir Kristínu GK.
Endurbyggður Fjölnir kom til
Vísis fyrir rúmum tveimur árum og
af stóru línuskipunum fimm er að-
eins Jóhanna Gísladóttir ónefnd.
Samkvæmt fjárfestingaráætlun fyr-
irtækisins er stefnt að því að hún
verði endurnýjuð innan fjögurra ára,
hvort sem það yrði með nýsmíði eða
allsherjarklössun.
Þá gerir Vísir hf. einnig út króka-
aflamarksbátana Óla Gísla GK og
Daðeyju GK.
Aftur til veiða eftir langt hlé
Endurbyggður Sighvatur til línuveiða fyrir norðan land Nýtt skammtarakerfi á að létta vinnuna
Ljósmynd/Vísir
Til veiða Gert að fiski í prufutúr um síðustu helgi, en ný aðgerðarlína er í skipinu. Skipið var nánast allt endurnýjað í Póllandi.
Mikil breyting Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., og Ólafur
Óskarsson, skipstjóri á Sighvati, við komu skipsins frá Póllandi í júní.
Tækni Fiskurinn kemur á færibandi, gert er að honum á aðgerðarborðum
og þaðan fer hann í sérstök hólf og eftir stærð og tegundum niður í lest.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir sf. hafa auglýst eftir tilboðum í smíði á
nýjum dráttarbáti. Fram kemur í frétt á heimasíðu fyrir-
tækisins að báturinn þurfi að uppfylla eftirfarandi skil-
yrði: Heildarlengd um 33 metrar (32-35 metrar), lág-
marks ganghraði um 13 mílur á klukkustund og lág-
markstogkraftur, áfram og afturábak, verði 80 tonn.
Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 21. nóvember nk.
Mikil þörf er talin á stærri dráttarbáti en nú er í þjón-
ustu hafnanna við Faxaflóa, m.a. vegna þess að skemmti-
ferðaskip sem hingað koma verða sífellt stærri. Þá eru ný
skip Eimskips, sem verið er að smíða í Kína, u.þ.b. 76%
stærri í brúttótonnum en stærstu gámaskip sem nú sigla
til Íslands.
Bátur með 80 tonna dráttargetu er talinn munu kosta á
bilinu 7,5-8,0 milljónir evra, eða nálægt 1.000 milljónum
íslenskra króna og að smíðatími gæti verið 14-18 mánuðir.
Nýr bátur gæti því mögulega verið tilbúinn á árinu 2020.
Faxaflóahafnir sf eru með í þjónustu sinni fjóra drátt-
ar- og hafnsögubáta með samtals 87 tonna togkraft.
Magni er stærstur, tæplega 23 metra langur og með 40
tonna togkraft. Hann kom í þjónustu hafnanna árið 2006.
Síðan þá hafa orðið miklar framfarir í smíði dráttarbáta.
Nýir bátar geta t.d. tengt dráttartaug að aftan og beitt
sér á allt upp í 10 mílna ferð en mörk tengingar á núver-
andi dráttarbátum er fjórar mílur. Þessi munur á hraða
geti skipt sköpum á þröngum svæðum, svo sem á Viðeyj-
arsundi.
Láta smíða dráttarbát
Mikil þörf á öflugri báti
fyrir hafnir við Faxaflóa
Dráttarbátur Hefðbundin stærð með 70-80 tonna tog-
kraft. Með skrúfu- og stýrisbúnaði sem snýst 360°.
Tilbúinn til neyslu, en má hita.
Afbragðs vara, holl og
næringarík.
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðir,
Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Heitreyktur lax