Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ferðaþjónusta og náttúruvernd Um 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslands- banka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári og færi þá tala ferða- manna í 2,4 milljónir. Þessu fylgja miklar áskoranir fyrir náttúruvernd á Íslandi. 1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá meðal annars rætt um palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf vissu- lega að hraða til muna en þó verður að gæta að því að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Því miður hefur þetta orðið útundan og því brýnt að efla fagþekkingu á þessu sviði. 2. Ítala á viðkvæmum svæðum. Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir glatað sérkennum sínum og þar með aðdráttaraflinu. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna og náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki. 3. Uppbygging ferðaþjónustu utan verndarsvæða. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um upp- byggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Tökum tvö dæmi. Á verndarsvæði Mývatns og Laxár hafa risið nokkur ný og stór hótel, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð. Mörg þessara gistihúsa eru alltof nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins, meðal annars vegna mengunar frá manna- byggð, og hættulegt að auka það álag með þessum hætti. Eiginlega er óskiljanlegt að Mývatnssvæðið skuli ekki vera þjóðgarður með skýrum reglum sem leyfa byggð en tryggja vernd svæðisins. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Kannanir sýna að innan við 10% ferðamanna telja hótel sam- rýmast hugmyndum sínum um víð- erni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiað- stöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80–140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um að reisa allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu Frekari uppbygging af þessu tagi leiðir til láglendisvæð- ingar á hálendinu, sem veldur því að óbyggðirnar glata einkennum sínum. Uppbygging ætti að vera á láglendi nálægt jaðri hálendisins. 4. Kolefnishlutlaus ferðaþjón­ usta. Aukin útlosun gróðurhúsa- lofttegunda sem valda loftslags- breytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Sam- kvæmt einni af meginreglum alþjóð- legs umhverfisréttar, svokallaðri mengunarbótareglu, skal sá sem veldur mengun greiða fyrir tjónið og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni eða hátterni. Ferðaþjónustu- aðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru mark- viss og tímasett skref í átt að kolefn- ishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, til dæmis með sem umhverfi- svænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endur- heimt skóga og votlendis. 5. Friðlýsing sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðar- ljósi. Skipulag og umferðarstýr- ing dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hvíld og hugarró. Því þarf að nýta friðlýsingu í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Langtímahags- munir náttúruverndar og ferðaþjón- ustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið framundan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, en fjölmörg önnur verndarverkefni þarf einnig að setja á dagskrá. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.