Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 7
7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hagavatn, Hólaskjól í Skaftártungu,
Nýjadal á Sprengisandi og Seltún
og Trölladyngju á Reykjanesi (2.
mynd). Spyrill var á bílastæðum
við viðkomandi stað á daginn og
á skálasvæðinu á kvöldin, þ.e. þar
sem skálar eru til staðar. Sjöunda
svæðið var Skagafjörður og var
gagnasöfnun þar frábrugðin að því
leyti að safnað var gögnum á fleiri
en einum stað, þ.e. hjá ýmsum
ferðaþjónustufyrirtækjum, sem fara
meðal annars með ferðamenn í
flúðasiglingar og hestaferðir, og eru
flest sunnan við Varmahlíð.
Í spurningalistanum voru 26–28
spurningar, margar í nokkrum lið-
um. Fjórar spurningar á listanum
tengdust raflínum: Ein snerist um
það hversu æskilegar raflínur (og
önnur mannvirki) væru á svæðun-
um sem ferðamenn voru á, önnur
um það hvaða áhrif raflínur út frá
fyrirhuguðum virkjunum á svæðun-
um hefðu á áhuga ferðamanna á að
ferðast um þau, þriðja um almennt
viðhorf til raflína, annars vegar á
láglendi og hins vegar á hálendinu,
og fjórða um það hvort raflínur og
önnur ummerki um mannvist gætu
verið til staðar án þess að það spillti
svæðinu sem víðerni. Niðurstöður
þessara spurninga voru greindar
eftir kyni, aldri, þjóðerni, búsetu
á Íslandi (höfuðborgarsvæði eða
landsbyggð), ferðamáta, lengd
gönguferðar, rannsóknarstöðunum,
nætur- eða dagsgestum, hvort svar-
endur hefðu komið áður á staðinn
eða ekki, hvort ferðamenn hefðu
komið til að upplifa víðerni eða ekki
og með hliðsjón af viðhorfum þeirra
til umhverfismála.
Í síðastnefnda tilfellinu var stuðst
við svokallaðan viðhorfskvarða (The
Purist Scale) sem flokkar ferðamenn
í ákveðna hópa, sem við köllum hér
þjónustusinna, almenna ferðamenn,
náttúrusinna og eindregna náttúru-
sinna, með hliðsjón af því hversu
mikla uppbyggingu ferðamenn
kjósa á ferðalögum sínum, hversu
næmir þeir eru fyrir breytingum
á náttúrunni sem þeir ferðast um
og hversu marga aðra ferðamenn
þeir telja æskilega á þeim slóðum
sem þeir ferðast um. Kvarðinn
endurspeglar mismunandi þarfir
ferðamanna, viðhorf, væntingar og
viðkvæmni fyrir röskun þar sem
þeir ferðast.26,43 Þessi aðferð við að
flokka ferðamenn hefur sína veik-
leika og hefur verið gagnrýnd, með-
al annars af Stankey44 og Vistad.45
Það mikilvægasta í þessu sambandi
er að skalinn er margvíður, þ.e. að
verið er að spyrja álits á mörgum
atriðum sem þurfa ekki endilega að
fara saman. Sami einstaklingur get-
ur t.d. sagt að sér sé mjög mikilvægt
að geta notið kyrrðar (og þar með
verið náttúrusinni) og hins vegar
sagt að það sé mjög mikilvægt að
skoðunarverðir staðir séu merktir
(og þar með verið þjónustusinni). Í
endanlegu mati gæti hann flokkast
sem almennur ferðamaður. Einnig
getur fólk svarað að það sé alls ekki
mikilvægt að geta tjaldað hvar sem
er innan svæðisins (þ.e. svar þjón-
ustusinna). Svarið þyrfti ekki endi-
lega að endurspegla eigin langanir
svarandans heldur samfélagslega
ábyrgð, þ.e.a.s. þau rök að ef allir
tjölduðu þar sem þeim sýndist gæti
það eyðilagt svæðið og rýrt upplif-
un gesta.
Í þremur af fjórum spurningum
um raflínurnar voru svarendur
beðnir um að gefa álit sitt með
einkunn á bilinu 1 til 5 – svoköll-
uðum 5 stiga Likert-kvarða (t.d. 1 =
mjög óæskilegt, 2 = frekar óæskilegt,
3 = hvorki né, 4 = frekar æskilegt,
5 = mjög æskilegt). Í þeim tilfell-
um voru reiknuð meðaltöl og gerð
marktektarpróf þar sem kannað var
hvort munur væri á meðaltölum
milli hópa. Notuð voru t-próf ef
hópar voru tveir og ANOVA-próf
ef þeir voru þrír eða fleiri. Þegar
ANOVA-prófum var beitt var mun-
ur milli hópa greindur nánar með
marghliða samanburði (e. post-hoc
analysis), ýmist með Games-Howell-
eða Hochbergs-GT2-prófum eftir
því hvort átti við.46 Niðurstöður
marghliða samanburðar eru ekki
birtar hér í töflum heldur koma fram
í texta. Til að greina mun á viðhorfi
hvers hóps til raflína á hálendi og
láglendi voru gerð pöruð t-próf. Ef
marktektarpróf gáfu p-gildi undir
0,05 er í umfjölluninni hér á eftir
ályktað að um tölfræðilega mark-
tækan mun sé að ræða. Í lýsingu á
niðurstöðum er alltaf um tölfræði-
lega marktækan mun að ræða þegar
sagt er t.d. að einn hópur hafi nei-
kvæðara eða jákvæðara viðhorf til
raflína en annar hópur.
Spurningalistum fylgdi kort af
viðkomandi svæði og lýsing á virkj-
unarhugmyndum. Til þess að ná til
sem flestra ferðamanna voru spurn-
ingalistarnir á fjórum tungumálum,
þ.e. íslensku, frönsku, þýsku og
ensku. Einn spyrill dreifði spurn-
ingalistum til ferðamanna á áfanga-
stöðunum að jafnaði allan daginn.
Gagnasöfnun hófst um miðjan júlí
2015 við Seltún og lauk um miðj-
an ágúst við Aldeyjarfoss, og var
listunum dreift í 5–7 daga á hverj-
um stað. Þrjú rannsóknarsvæðanna,
þ.e. Skagafjörður, Trölladyngja og
Seltún, eru á láglendi, Hagavatn
og Nýidalur inni á hálendinu og
Hólaskjól og Aldeyjarfoss á jaðri
þess. Í tölfræðigreiningunni sem hér
fer á eftir er notast við eftirtalin
örnefni fyrir lýsingu á gagnasöfn-
unarstöðum: Aldeyjarfoss, Haga-
vatn, Nýidalur, Hólaskjól, Seltún,
Skagafjörður, Trölladyngja. Alls
fengust 2075 útfylltir spurningalist-
ar á stöðunum sjö.
Niðurstöður
Ferðamenn voru spurðir hvort þeim
þættu mannvirki æskileg eða óæski-
leg á svæðinu þar sem þeir voru að
ferðast, og áttu þeir að taka afstöðu
til 19 mannvirkjagerða (4. mynd).
Raflínur eru ásamt hótelum þau
mannvirki sem þykja óæskilegust
en uppistöðulón, verslanir/veitinga-
staðir, vatnsaflsvirkjanir, vindmyllur
og fjarskiptamöstur þykja einnig
frekar óæskileg mannvirki. Ferða-
mennirnir sættu sig að jafnaði frekar
við uppbyggða vegi, akbrýr yfir
vatnsföll, heilsársvegi, malbikaða
vegi, gestastofur, matsölu, jarðvarma-
virkjanir og bensínstöðvar þótt þeim
þættu þau fremur óæskileg en æski-
leg. Að mati ferðamanna eru fjalla-
skálar, salerni, tjaldstæði og óupp-
byggðir malarvegir frekar æskileg
mannvirki á rannsóknarsvæðunum.