Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. tafla. Viðhorf til raflína á láglendi og hálendi, greint eftir hópum. – The attitude towards transmission lines in lowland areas and the highlands analysed by groups. Útreikningar byggðir á 5 stiga Likert-kvarða þar sem 1 = mjög neikvætt, 2 = frekar neikvætt, 3 = hvorki né, 4 = frekar jákvætt, 5 = mjög jákvætt. x=- meðaltal, S=staðalfrávik. – Evaluations based on the five point Likert scale where 1 = very negative, 2 = somewhat negative, 3 = neutral, 4 = somewhat positive, 5 = very positive. x= mean, S=standard deviation. um er hæst í Skagafirði (11,4%) og við Seltún og Trölladyngju (8,6%) en lægst við Aldeyjarfoss (4,2%), við Hagavatn (4,3%) og í Nýjadal (4,6%). Um 13% þjónustusinna, 8% almennra ferðamanna og 5% nátt- úrusinna töldu raflínur geta verið til staðar án þess að spilla víðernum en enginn eindreginn náttúrusinni var þeirrar skoðunar. Umræður og ályktanir Samkvæmt rannsókninni sem hér er kynnt telja ferðamenn raflínur vera með óæskilegustu mannvirkjum á rannsóknarstöðunum sjö og hefði meirihluti ferðamanna minni áhuga á að ferðast um þessi svæði ef raf- línur lægju þar um. Ferðamenn vilja síður hafa raflínur á hálendi en á láglendi og fæstir telja að raf- línur eigi að vera á víðerni. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður Devine-Wrights og Howes,4 sem og ýmsar rannsóknir sem hafa verið gerðar hér á landi25,41,47 sem sýna að andstaða við raforkumannvirki er meiri í lítt spilltri náttúru en þar sem mannshöndin hefur komið nærri. Rannsókn þessi sýnir jafnframt að það er nokkuð misjafnt er hversu viðkvæmir ferðamenn eru fyrir raf- línum í náttúrunni. Þeir sem koma sérstaklega á svæðin til að upplifa víðerni eru neikvæðari í garð raflína en þeir sem koma ekki gagngert að upplifa þau, og náttúrusinnar eru einnig neikvæðari en almennir ferðamenn og þjónustusinnar. Það er í samræmi við aðrar rannsókn- ir um skiptingu ferðamanna eftir viðhorfskvarðanum.26,45 Jafnframt myndu raflínur síst hafa áhrif á komu ferðamanna í Seltún á Reykjanesi. Á hinum stöðunum sex telja aftur á móti yfir 75% að raflínur myndu draga úr áhuga þeirra á að ferðast um svæðið. Rétt er að minna á að ferðamennska við Seltún er annars konar en á hinum stöðunum sex, því að þar er meirihluti gest- anna erlendir ferðamenn í dagsferð frá Reykjavík og stoppa stutta stund til að skoða hverasvæðið. Svæðið í kringum Trölladyngju er hins vegar fyrst og fremst göngusvæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu og hin svæðin eru ýmist inni á hálendinu eða rétt við jaðar þess. Truflun frá raflínum virðist bæði vera háð staðnum sem slíkum og mismunandi eftir mark- hópum á ólíkum svæðum, en þessir markhópar eru aftur misviðkvæmir fyrir mannvirkjum í náttúrunni. Rannsóknin sýnir jafnframt að töluverður munur er milli viðhorfa eftir þjóðerni og er mest andstaða við raflínur meðal Íslendinga, auk Frakka og Norðurlandabúa. Ein skýring á andstöðu Íslendinga gæti verið að þeir hafi áður komið á svæð- in og því myndað sterkari tengsl við staðina en erlendu ferðamennirnir. Eins og áður segir vilja ferðamenn síður að raflínur liggi um hálendið en láglendi. Þetta á við um alla hópa nema íbúa landsbyggðarinn- ar, sem voru eini hópurinn sem var ekki marktækt neikvæðari gagnvart raflínum á hálendinu en á láglendi. Mögulega er hægt að útskýra viðhorf þeirra með tengsl- um svarenda við láglendissvæðin sem um ræðir, þ.e. hvort þeir nýta þau sjálfir til ábúðar eða fara oft þar um. Líkt og Devine-Wright13 hefur bent á gera tilfinningatengsl það oft að verkum að fólk á erfitt með að sjá fyrir sér og sætta sig við breytingar á stöðum sem það tengist og því gætu svarendur sem búa á landsbyggðinni átt erfitt með að sjá fyrir sér háspennulínur liggja um sveitir sem þeir búa nálægt eða þekkja vel. Einnig gæti verið um að ræða viðhorf sem á ensku eru kölluð NIMBY-viðhorf („not in my backy- ard“)48 og gætu nefnst heimatúns- viðhorf á íslensku. Ýmsir49–51 hafa í rannsóknum um viðhorf til endur- nýjanlegra orkugjafa sýnt fram á að fólk er oft mótfallið byggingu orku- mannvirkja í nærumhverfi sínu jafn- vel þó að það sé almennt fylgjandi nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Anna Sigurveig Ragnarsdóttir52 kannaði greiðsluvilja Íslendinga til að leggja jarðstrengi í stað mastra til minnka neikvæð sjónræn áhrif af raflínum á Hellisheiði. Niðurstöður könnunar hennar sýndu að sjónræn áhrif raflína skiptu nokkru máli fyr- ir almenning og mest þá sem búa nálægt línunum. Aftur á móti hafa aðrar rannsóknir14,53 sýnt fram á að greiðsluvilji til að sjá ekki lín- 5. mynd. Áhrif raflína frá viðkomandi virkjunum á áhuga svarenda á að ferð- ast um svæðið. –The effect of the transmission lines from the power plants in question on the interest of the respondents in travell- ing in the area.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.