Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 12
Náttúrufræðingurinn 12 ur á náttúrusvæðum er meiri en á byggðum svæðum. Furby o.fl.3 benda á að menn geta verið mótfallnir raflínum ekki aðeins línanna vegna heldur vegna þess hvaðan orkan kemur. Þeir taka dæmi þar sem menn voru mót- fallnari raflínum ef orkan sem um þær fer er framleidd í kjarnorkuveri. Því má velta fyrir sér hvort það skipti fólk máli á sama hátt í hvað orkan er notuð. Á Íslandi fara, eins og áður segir, 74% orkunnar til áliðnaðar. Könnun meðal landsmanna sýnir að 15% eru fylgjandi því að virkja meira til að auka stóriðju og 26% landsmanna eru fylgjandi því að virkja til að selja orku til Evrópu um sæstreng.54 Mun fleiri, eða 75%, eru hins vegar fylgjandi því að virkjað sé til að efla aðra atvinnustarfsemi en stóriðju hér á landi og 81% er fylgjandi því að orkan frá nýjum virkjunum sé notuð til að rafvæða bílaflota og almenningssamgöngur. Viðhorf almennings til orkufram- leiðslu er því háð því í hvað á að nota orkuna og mögulega gildir það sama um viðhorf til raflína. Í ljósi vaxandi mikilvægis ferða- þjónustunnar fyrir efnahag landsins er áríðandi að draga úr sjónræn- um áhrifum raflína. Það er meðal annars hægt að gera með því að leggja þær þannig að þær kræki framhjá náttúrusvæðum eða grafa þær í jörð.7 Almenningur er mun líklegri til að samþykkja niðurgrafn- ar línur en loftlínur vegna þess að þær hafa minni áhrif á landslag og þar með sjónræna upplifun.55 Áætlaður stofnkostnaður 50 km jarðstrengs um Sprengisand með 800 MVA flutningsgetu er talinn um 3,1 sinni meiri en kostnaður við jafnlanga loftlínu með sömu flutnings getu. Kostnaður við slíkar framkvæmdir hefur lækkað mikið síðustu ár vegna aukinnar þekk- ingar og minni efniskostnaðar.56 Samtök ferðaþjónustunnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af sjón- rænum áhrifum raflína og gerðu athugasemdir við kerfisáætlun Landsnets. Lögðu samtökin meðal annars til að á mjög viðkvæmum svæðum verði skoðaður enn frekar sá kostur að leggja jarðstreng í stað loftlínu.57 Rannsókn þessi er þeim takmörk- unum háð að í henni eru fáar spurn- ingar um viðfangsefnið. Það skýrist af því að raflínur voru aðeins hluti af stærra rannsóknarverkefni sem fjallaði um áhrif virkjana á ferða- mennsku. Ef einungis raflínur hefðu verið til skoðunar hefði verið hægt að spyrja ýtarlegar út í atriði sem snúa að þeim sérstaklega. Jafnframt var einungis stuðst við einfaldar spurningar en ekki til dæmis ljós- myndir þar sem búið væri að setja inn raflínur svo að svarendur gætu séð betur hvernig umhverfið liti út ef búið væri að leggja raflínur um svæðið. Meiri dýpt hefði einnig mátt ná í viðhorf ferðamanna með því að taka við þá viðtöl þar sem þeir væru beðnir að lýsa nánar viðhorfum sín- um. Loks má nefna að um er að ræða úrtaksrannsókn þar sem sjö staðir eru valdir sem úrtökustaðir. Niðurstöðurnar lýsa því einungis viðhorfum þeirra ferðamanna sem fara um þessa sjö staði en ekki ferðamönnum á landinu öllu. Engu að síður varpa þær ljósi á hvað ferðamönnum á völdum náttúru- skoðunarstöðum á landinu finnst um raflínur í náttúrunni. Þær upp- lýsingar eru mikilvægar í ljósi þess að flestir ferðamenn koma hingað til lands vegna náttúrunnar32 og er hún því mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna. Mikill vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur haft áhrif á sýn manna á það hvað felst í hugtakinu náttúruauðlindir og hvernig þurfi að hlúa að þeim til þess að þær nýtist áfram sem auðlind fyrir ferðaþjón- ustuna.58 Vegna ímyndar Íslands sem ferðamannalands og umfangs ferðaþjónustu í hagkerfinu er mikil- vægt að hafa í huga áhrif raflína á eftirspurnarhlið ferðamennsku, þ.e. á ferðamenn og upplifun þeirra, þegar ákvarðanir eru teknar um staðsetningu raflína. Búast má við að krafan um jarðstrengi og önnur úrræði til að minnka neikvæð sjón- ræn áhrif raflína á landslagið verði sífellt háværari og að við mótun atvinnu- og byggðastefnu landsins og gerð áætlana um uppbyggingu flutningskerfis raforku þurfi að horfa til fleiri sjónarmiða en gert hefur verið hingað til. Þessi rann- sókn er innlegg í þá umræðu og með þeirri greiningu sem hér hefur verið kynnt er varpað ljósi á það hvaða hópar eru viðkvæmastir fyrir raflínum í náttúru landsins og sýnt að munur er á viðhorfi þeirra til raflína á láglendi og hálendi. Slík þekking er auk þess mikilvæg nú þegar unnið er að markhópagrein- ingu fyrir landið59 í því skyni að styrkja samkeppnishæfni áfanga- staðarins Íslands. 6. mynd. Hvað má vera til staðar án þess að hugtakið víðerni/óröskuð náttúra glati merk- ingu sinni? – What can be in place without the concept of wilderness/unspoilt nature losing its meaning? Stígar eftir göngumenn og sauðfé – Trails by walkers and sheep Fjallaskálar – Mountain huts Lagðir göngustígar – Designed footpaths Vegslóðar – Tracks by vehicles Girðingar – Fences Ekkert – Nothing Vegir – Roads Þjónustumiðstöðvar – Service centres Miðlunarlón – Reservoirs Vindmyllur – Wind turbines Raflínur – Transmission lines Fjarskiptamöstur – Radio masts Hótel – Hotels Virkjanir – Power plants
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.