Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags árunum 1985–2013 voru greind til að rannsaka útbreiðslu, fjölda og lengdardreifingu botnlægs ískóðs við Ísland. Stofnmælingin byggist á stöðluðum togum á föstum stöðvum á landgrunninu umhverfis Ísland, á um 50–500 m dýpi. Árlegur fjöldi stöðva hefur aðeins breyst lítillega og var að meðaltali 563 stöðvar (3. mynd). Stöðluð toglengd var 4 sjómílur og hefur sama veiðarfæri verið notað allan rannsóknartímann. Spönn milli vængja vörpunnar var 17 m, möskvastærð í fremrihluta 135 mm og í millistykki 80 mm. Pokinn var klæddur með 40 mm möskva. Grunngögnin eru fjöldi ískóðs á stöð (fjöldi í togi). Í upphafi var ískóð aðeins talið í aflanum en frá 1996 var það einnig lengdarmælt. Frumskoðun á útbreiðslu ískóðs sýndi að meginútbreiðslusvæðið var á ytri hluta landgrunnsins, frá Vestfjörðum og réttsælis að miðjum Austfjörðum (3. mynd). Frekari greining á langtímabreytingum var því einskorðuð við það svæði. Fjöldi stöðva á þessu svæði var frá 216 árið 1998 til 254 árið 1994 (með- altal 240 stöðvar). Tvíkosta aðhvarfsgreining (e. logistic regression) með tölfræðifor- ritinu R26 var notuð til þess að meta og bera saman frá ári til árs hlutfall togstöðva þar sem ískóð fékkst og fékkst ekki.27 Núll-þanin neikvæð tvíkosta aðhvarfsgreining (zero-in- 3. mynd. Togstöðvar í árlegri Stofnmælingu botnfiska og útbreiðsla ískóðs í mars 1989, 1994 og 1995. Á langflestum stöðvum var togað árlega þann tíma sem rannsóknin nær yfir (1985–2013). Litaðir punktar sýna fjölda á stöð þau þrjú ár sem ískóð fékkst á flestum stöðvum. Rauðar punktalínur af- marka meginútbreiðslusvæði ískóðs. Mjóar svartar línur eru jafndýptarlínur á 500 og 1000 m. – Standard sampling stations in the Icelandic Groundfish Survey 1985– 2013 and distribution of polar cod in March 1989, 1994, and 1995. The years shown are those when polar cod were caught at the highest number of stations. The coloured points show number of polar cod caught per station. The red dotted lines delimit the main distribution area of polar cod and thin lines show the depth contours at 500 and 1000 m.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.