Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 26
Náttúrufræðingurinn 26 2. mynd. Í sprungusveimi Kröflu má sjá siggengi, togsprungur og hraun, sem allt eru ein- kenni sprungusveima. Annað dæmi um siggengi og sprungusveim eru Almannagjá og Þingvellir. – The Krafla fissure swarm has normal faults, extensional fractures and lava flows, which are all characteristics of fissure swarms. Other examples of normal faults and fissure swarms are the Almannagjá fault and the Þingvellir area. Ljósm./Photo:Ásta Rut Hjartardóttir. Fyrir norðan land tekur Tjörnes- brotabeltið við af Norðurgos beltinu. Tjörnesbrotabeltið er hjáreksbelti þar sem flekarnir færast samsíða hvor öðrum í stað þess að reka í sundur líkt og gerist í fráreksbelt- um. Þetta veldur hörðum jarðskjálft- um á Tjörnesbrotabeltinu. Tveir 6,5 stiga skjálftar áttu sér til dæmis stað á Húsavíkurmisgengjunum árið 1872. Dalvíkurskjálftinn 1934 og Kópaskersskjálftinn 1976 voru báðir um 6,2 stig að stærð.21 Alls er talið að níu skjálftar af stærðinni 6,2 stig eða meira hafi átt upptök á Tjörnesbrotabeltinu frá árinu 1755, en stærstu skjálftar sem þekktir eru á þessu svæði hafa verið um 7 stig,21 til dæmis skjálfti í mynni Skagafjarðar 1963 og skjálfti norður af Flatey 1910. Mörg þekkt eldgos hafa átt sér stað innan Norðurgosbeltisins frá landnámi. Þó er líklegt að oft hafi gosið án þess að menn yrðu varir við, enda hafa stórir hlutar Norðurgosbeltisins aldrei verið í byggð. Á síðustu öldum hafa nokk- ur gos haft afdrifaríkar afleiðingar. Til að mynda átti öskufall frá eld- gosinu í Öskju 1875 mikinn þátt í brottflutningi fólks frá Austurlandi til Vesturheims. Á sama tíma urðu nokkur eldgos í Sveinagjá, sem er innan sprungusveims Öskju en þó í um 70 km fjarlægð frá Öskju sjálfri (1. mynd).22 Heimildir eru um eldsum- brot ásamt sprunguhreyfingum inn- an sprungusveims Kröflu á árunum 1724–1729 og 1746 auk umbrotanna 1975–1984.23,24 Þegar síðastnefnda hrinan átti sér stað voru ýmis mæli- tæki komin til sögunnar, svo sem jarðskjálftamælar, fjarlægðarmæl- ar og hallamælar. Í umbrotunum í eldstöðvakerfi Bárðarbungu árið 2014 höfðu bæst við nákvæm GPS- mælitæki og ratsjármyndatökur frá gervitunglum. Í ljós hefur komið að sprungur innan sprungusveima hreyfast mikið þegar gliðnunarat- burðir verða en lítið þess á milli. GLIÐNUNARATBURÐIR Eldsumbrot á Íslandi eru algengust innan megineldstöðva eða í næsta nágrenni þeirra. Góð dæmi um þetta eru eldgosin í Heklu árin 1991 og 2000 og gosin í Grímsvötnum árin 2004 og 2011.25–28 Kvika leitar þá upp til yfirborðsins, með eða án 3. mynd. a) Einfaldað þversnið af kviku- gangi og sigdal sem myndast fyrir ofan hann vegna gliðnunarinnar sem hann veld- ur. Sprungur myndast í jöðrum sigdalsins, og geta einnig myndast innan sigdalsins og í nágrenni hans. b) Stundum nær kviku inn- skotið til yfirborðs og verður eldgosið oftast á gossprungu sem liggur eftir sigdalnum. – a) A simplified cross section of a dike and a subsiding graben above the dike. Fractures are formed at the periphery of the graben, but can also be formed within the graben and in its vicinity (sigdalur = graben, slút- veggur = hanging wall, fláveggur = footwall, kvikugangur = magmatic dike). b) Some- times the dike reaches the surface, eruptions usually occur on fissures oriented parallel to the graben (sprungugos = fissure eruption)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.