Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 27
27 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags viðkomu í grunnstæðu kvikuhólfi í jarðskorpunni undir eldstöðinni. Við vissar aðstæður á kvika hægara með að brjótast út eftir sprungusveimi eldstöðvar en að leita beint upp til yfirborðsins. Þetta verður einkum ef lárétt togspenna er orðin há á flekaskilum vegna frá- reks flekanna. Þá þarf lægri kviku- þrýsting til að opna lóðrétta sprungu til hliðar við eldstöðina en til að koma kvikunni beint upp. Kvikan flæðir jafnharðan inn í sprunguna og myndar kvikugang. Jarðskorpan gliðnar í sundur og kvikugangur- inn lengist út eftir sprungusveimn- um. Þar sem gangurinn myndast hreyfast gamlar sprungur á yfir- borði jarðar og nýjar opnast. Þessar sprungur eru oftast hluti af sigdal sem sígur um fáeina metra á örfáum dögum á meðan gliðnunaratburð- urinn gengur yfir. Ef kvikan kemst til yfirborðs verður sprungugos (3. mynd). Þekktustu gliðnunaratburðirnir eru sennilega Skaftáreldar, 1873– 1874. Þá urðu Lakagígar til á um 27 km langri sprungu á svipuðum tíma og eldsumbrot áttu sér stað í megineldstöðinni, Grímsvötnum.29 Algengt er að slíkir gliðnunarat- burðir verði í hrinum þar sem fleiri en eitt gangainnskot eiga sér stað á stuttu tímabili. Þannig varð til að mynda gliðnunarhrina á árunum 1724–1729 í sprungusveimi Kröflu.24 Í þeim gliðnunarhrinum sem þekkt- ar eru hefur hver atburður varað í allt frá fáeinum dögum til nokkurra mánaða.3,30 Gliðnunarhrinur síð- ustu áratuga, svo sem í Kröflueldum árin 1975–1984 og umbrotin í Bárðar bungukerfinu sem hófust árið 2014, hafa varpað ljósi á það hvernig sprungusveimar myndast. Kröflueldar Kröflueldar hófust hinn 20. des- ember árið 1975 með litlu eldgosi í Kröflu í kjölfar töluverðrar jarð- skjálftavirkni á svæðinu síðari hluta árs. Eldgosið stóð einungis yfir í örfáar klukkustundir, en fljótlega tók jarðskjálftavirknin að færast norður eftir sprungusveimi Kröflu og eftir nokkrar klukkustundir voru skjálftar farnir að mælast alla leið norður í Kelduhverfi, í um 30–40 km fjarlægð frá Kröflu (4. mynd).30 Jarðskjálftarnir voru taldir stafa af kvikuinnskoti í sprungusveimnum. Jarðskjálftavirkninni fylgdi mikið landssig; í Kelduhverfi seig land 4. mynd. Sprungur og gossprungur í norðurhluta Norðurgosbeltisins. Sprungurnar eru sýndar samkvæmt Ástu Rut Hjartardóttur o.fl.9 og Sigríði Magnúsdóttur og Bryndísi Brandsdóttur.14 Heimild um jarðskjálftana er Roger Buck o.fl.54 Skjálftar hér sýndir urðu allir á tímabilinu 1975–1984, þegar land gliðnaði eða kvikuhólfið í Kröflu þandist vegna innstreymis kviku. Hraunin eru teiknuð samkvæmt Kristjáni Sæmundssyni32 og Kristjáni Sæmundssyni o.fl.55 Vegir og vötn sýnd samkvæmt IS50-grunni Landmælinga Íslands og bakgrunnur kortsins er TanDEM-X-hæðarlíkan frá þýsku geimferðastofnuninni (DLR). – Fractures and eruptive fissures in the northern part of the Northern Volcanic Zone. The fractures are from Ásta Rut Hjartardóttir et al.9 and Sigríður Magnúsdóttir and Bryndís Brandsdóttir.14 The earthquakes are from Roger Buck et al.,54 they are from 1975–1984, during a rifting episode or when the magma chamber in Krafla was inflating due to magma injection. The lavas are drawn according to Kristján Sæmundsson32 and Kristján Sæ- mundsson et al.55 Roads and lakes are from the IS50 database of the National Land Survey of Iceland and the background of the map is a TanDEM-X digital elevation model from the German Aerospace Centre (DLR).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.