Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 40
Náttúrufræðingurinn 40 Lognið Haraldur Ólafsson Áralangar mælingar frá allmörgum veðurstöðvum á Íslandi sýna að hæg- viðri er langalgengast á sumrin frá kvöldi fram á morgun. Síðsumars hríð- fellur tíðni hægviðris en eykst svo aftur í október í takt við vaxandi tíðni hitahvarfa í neðsta lagi lofthjúpsins. Hægviðri er mun algengara inni til landsins og í fjörðum og dölum en úti við sjóinn og á hálendinu. Reikni- líkan spáir hægviðri oftast þokkalega nákvæmlega í Reykjavík um sólar- hring fram í tímann, en stöku sinnum munar þó nokkrum sekúndumetrum á reiknaðri veðurspá og mælingum. Á það einkum við í veðri þar sem vindur breytist hratt frá einni stund til annarrar, t.d. í éljagangi eða þar sem flökt er á vindröst frá fjalli. Inngangur Margir láta sig varða hvort vindur er hvass og því meira sem vindur- inn er hvassari. Ýmsar ástæður liggja þar að baki og lúta þær ekki síst að öryggi, bæði á landi, sjó og í lofti. Sumar athafnir manna utanhúss þola ekki vind þótt lífi eða miklum eignum sé ekki stefnt 1. mynd. Hauststilla í Reykjavík, laust eftir hádegi 30. september 2016. – Calm weather in Reykjavík in the early afternoon on September 30, 2016. Ljósm./Photo: Haraldur Ólafsson. í hættu. Í logni verður vindorka ekki virkjuð. Í logni berst mengun ekki burt heldur safnast fyrir við mengunaruppsprettuna. Af því getur stafað hætta þegar eiturgufur safnast fyrir í lægðum og dældum í landinu, t.d. við eldgos. Eru vanga- veltur um slíkt ein ástæða þess að ráðist var í þá athugun sem hér er kynnt. Síðast en ekki síst þykir flestum dæmalaust þægilegt og fal- legt í logni. Í því verður vatnsflötur- inn spegilsléttur eins og sjá má á 1. mynd sem tekin var í hauststillu í Reykjavík. Áður hefur verið fjallað um vinda og vindáttaflökt á Íslandi í Náttúrufræðingnum1 og þar er í heimildaskrá sagt frá fleiri greinum um skyld mál. Í greinarstúf þessum verður leit- ast við að svara nokkrum áleitnum spurningum um logn og hægviðri, hvenær helst megi vænta logns og hvaða veðuraðstæður ýta undir logn. Þá verður drepið á það hvern- ig gengur að spá logninu. Notast verður við veðurathuganir frá ýms- um stöðum á Íslandi. Vindur Vindur fer af stað þar sem loft- þrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars. Því meiri sem þrýstistigullinn er, því hvassara verður. Krappar vetrarlægðir valda stormum en í grunnum sumar- lægðum er stundum bara strekk- ingsvindur. Þegar lægðirnar eru fjarri veldur hitamunur á minni kvarða staðbundnum vindum á borð við hafgolu og landgolu, fallvind og brekkuvind (2. mynd). Haf- og landgolur eiga rætur að rekja til hitamunar milli lands og sjávar. Á sólskinsdegi á sumrin er landið jafnan hlýrra en sjórinn og gola berst af hafi. Að næturlagi (eða í froststillum að vetrarlagi) er sjórinn iðulega hlýrri en landið og andvari getur staðið af landi út á sjó. Fall- og brekkuvindar verða þegar loft við jörð í landhalla er kaldara eða hlýrra en loft í sömu hæð yfir sjó, neðan hallans. Þá má segja að kalt loft falli vegna eigin Ritrýnd grein /Peer reviewed Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 40–44, 2017
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.