Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 44 getur verið í logni aðra stundina og hina stundina í strekkingsvindi. Hægt er að herma þessa hegðun vindsins ef nákvæmt er reiknað, en líklega er ógjörningur að tímasetja breytingarnar nákvæmlega fyrir- fram. Það er með öðrum orðum óvíst að í tilvikum sem þessum verði vindi nokkurn tímann spáð hárrétt í tíma og rúmi. Á hinn bóginn er hægt að segja fyrir um að óvissa verði tiltölulega mikil. Ekkert er nýtt undir sólinni Höfundi er ekki kunnugt um að hægviðrisathugun af þessu tagi hafi áður verið gerð, hvorki á Íslandi né annars staðar, en þegar rýnt er í tungumálið mætti ætla að það sem hér hefur verið lýst hafi lengi verið vitað. Oft er talað um vetrar- og hauststillur, en vor- og sumarstilla láta síður vel i munni. Fellur það ágætlega að tiltölulega hárri tíðni hægviðris í október og ljóst er að sumstaðar og þá einkum inn til landsins eru vetrarstillur tíðari en stillur að vori. Í fljótu bragði mætti ætla að vangaveltur af þessu tagi brotlentu harkalega þegar kemur að sumrinu. Svo er þó ekki, því sumarstillan sem hljómar ókunn- uglega er í raun kvöld-, nætur- og morgunstilla, en allt eru það heiti sem flestum eru vel kunn. Með nokkrum sanni má því segja að vitneskjan um dægur- og árstíða- sveiflu hægviðrisins hafi leynst í tungumálinu, en hér birtist hún í tölum og línuritum. Summary Calm winds Time series of weather observations from weather stations in Iceland are ex- plored in order to assess the frequency of calm winds in time and space. Calm winds are particularly frequent during night-time in the summer and a second- ary maximum in their frequency is in the autumn. The autumn maximum is associated with rapid increase in fre- quency of low level atmospheric inver- sions. A state of the art numerical weather prediction model predicts the calm winds reasonably well in Reykjavík. The largest errors are associ- ated with weather characterized by rapid fluctuations in wind speed, such as in convective situations and close to windshear downstream of a mountain. 8. mynd. Tíðnidreifing vindhraða í 24 klst. veðurspá sem reiknuð er með líkaninu Harmonie þegar mældur vindur er undir 1 m/s og tíðnidreifing vindhraða þegar spáð hefur verið vindhraða undir 1 m/s eða 1,6 m/s 24 klst. fyrr. Gögn frá Reykjavík 2015. – Frequency distribution of wind speed in a numerical weather forecast with 24 hours lead time, produced with the Harmonie model, when the observed winds are less than 1 m/s and frequency distribution of observed wind speed when a 24 hours fore- cast predicted wind speed less than 1 m/s or less than 1,6 m/s. Data from Reykjavík in 2015. Heimildir 1. Haraldur Ólafsson 2016. Vindáttarbreytingar. Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 52–55. Trausti Jónsson 2002. Sveiflur III. Árstíðasveiflur á Íslandi. Greinargerð Veðurstofu Íslands nr. 02033 / VÍ-ÚR21. Veðurstofa Íslands, Reykjavík. 21 bls. Skoðað 18. maí 2017 á http://www.vedur.is/media/vedursto- fan/utgafa/greinargerdir/2002/02033.pdf 2. Seity, Y., Brousseau, P., Malardel, S., Hello, G., Bénard, P., Bouttier, F., Lac, C. & Masson, V. 2011. The AROME-France Convective-Scale Operational Model. Monthly Weather Review 139. 976–991. DOI: 10.1175/2010MWR3425.1 3. Veðurstofa Íslands 2015. HARMONIE veðurspálíkanið. Veðurspá í þéttu reiknilíkani. Skoðað 18.5. 2017 á http://www.vedur.is/vedur/frodlei- kur/greinar/nr/3226 4. Hirlam 2009. General description of the Harmonie model. Sótt 20. febrúar 2017 á http://hirlam.org/index.php/hirlam-programme-53/ general-model-description/mesoscale-harmonie. Um höfundinn Haraldur Ólafsson (f. 1965) er prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands með aðsetur á Veðurstofu Íslands. Hann lauk cand. mag.-prófi við Háskólann í Ósló 1986, cand. scient.-prófi við sama skóla 1991 og doktorsprófi við Paul Sabatier-háskólann og Centre National de Recherches Météorologiques í Toulouse 1996. Hann hefur starfað á Veðurstofu Íslands og við Háskóla Ís- lands, og stýrði um hríð veðurdeild Háskólans í Björg- vin í Noregi. Haraldur stóð fyrir stofnun Rannsóknastofu í veðurfræði, Veðurfélagsins og Reiknistofu í veður- fræði. Póst- og netfang höfundar: Haraldur Ólafsson Veðurstofu Íslands 108 Reykjavík Netfang: haraldur@vedur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.