Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 46
Náttúrufræðingurinn
46
svæða og árstíma. Misjafnt er eftir
andategundum, svæðum og árstíð-
um hvort fiskur er tilviljunarkennd
fæða eða reglubundin. Svokallaðar
fiskiendur (Mergus spp.), svo sem
toppönd (Mergus serrator) og gulönd
(Mergus merganser) eru sérhæfðar
fiskiætur. Sjóendur (Mergini) aðr-
ar en fiskiendur éta mest hrygg-
leysingja en nýta sér einnig hrogn
smærri fiska, svo sem síldar (Clupea
spp.) og loðnu (Mallotus villosus).
Kolönd (Melanitta deglandi) (var
áður deilitegund); korpönd (Melinitta
fusca deglandi) við norðaustanvert
Kyrrahaf (í Washington-fylki og
Bresku Kólumbíu) lifa til dæmis
mest á samlokum en skipta tíma-
eða svæðisbundið yfir í fisk, krabba-
dýr, burstaorma og skrápdýr síðla
vetrar.6 Aðrar kafendur taka fisk
eða hrogn þegar tækifæri gefst, til
dæmis kúfendur (Aythya affinis)
sem sækja stundum í beitufiskeldi
(e. baitfish farms) í Bandaríkjunum.7
Duggönd (A. marila) og skúfönd (A.
fuligula) eru náskyldar kúfönd og
hafa hornsíli (Gasterosteus aculeatus)
og hrogn þeirra fundist í mögum
þessara tegunda sum ár á Mývatni,
einkum þegar lítið var um aðra
fæðu.8,9
Sjóendur færa sig milli svæða
í leit að hrognum smáfiska að
vori eða seinni hluta vetrar.10,11,12
Forðasöfnun fyrir varp er þá í há-
marki og fiskigengd á sama tíma
því jákvæð viðbót í fæðu, til dæm-
is meðal straumanda (Histrionicus
histrionicus) í Bresku Kólumbíu. Þær
straumandakollur sem átu hrogn
Kyrrahafssíldar (C. pallasii) þyngd-
ust hraðar en straumandakollur sem
átu krabba og snigla á sama tíma,
þ.e. í marsmánuði, þótt þyngdin
jafnaðist út milli hópanna um miðj-
an apríl.13 Um miðjan vetur voru
samlokur uppistaðan í fæðunni en
fjölbreyttari fæða var tekin seinni
hluta vetrar.6
Æðarfuglar (Somateria mollissima)
(1. mynd) lifa mest á botndýrum,
einkum kræklingi (Mytulis edulis)
og öðrum samlokum, sniglum og
krabbadýrum.14,15,16,17 Æðarfuglar
éta hrogn loðnu og grásleppu
(Cyclopterus lumpus)15,18,19 og geta
tekið ýmsa smærri fiska ef færi
gefst.20 Ís lendingum hefur lengi
verið ljóst að æðarfuglar éta loðnu
á veturna, og var það sýnilegt þegar
fylgst var með löndun úr fiski-
skipum á árum áður.14,16 Arnþór
Garðarsson19 lýsir því svo (bls.
97–98):
Bestu kræklingamiðin nýtast oft
illa síðari hluta vetrar, m.a. vegna
ísa. Æðarfuglinn sækir þá dýpra og
utar og lifir þá á ýmiss konar botn-
dýrum öðrum. Á útmánuðum verð-
ur loðna Mallotus villosus, og síðan
loðnuhrogn, oft aðalfæðan. Loðnan
er mikið étin inni í höfnum, þar
sem hún fellur í sjóinn við uppskip-
un. Þegar loðnan hrygnir, hópast
æðarfuglinn á þau mið. Æðarhópar
í loðnuleit inni í höfnum skipta oft
þúsundum fugla og þykir mörgum
tilkomumikið á að horfa. Enn stærri
verða þó hóparnir þar sem loðnan er
að hrygna, og skipta fuglarnir í þeim
stundum tugum þúsunda.
Nýta má maga úr æðarfuglum
sem drukkna í grásleppunetum til
að rannsaka fæðuval æðarfugls að
vori og snemma sumars en ekki á
öðrum árstímum. Fæðan hér við
land hefur aðallega verið rannsök-
uð vor, sumar og haust.16,17,21 Eina
dæmið um rannsókn að vetri til
(söfnun fugla í nóvember og febr-
úar) er úr Skerjafirði frá 199316 og
2. mynd. Útbreiðslukort æðarfugls Somateria mollissima og helstu stofna loðnu Mallot-
us villotus á norðurhveli jarðar. Höfundur teiknaði eftir a) útbreiðslukorti CBIRD-hóps
CAFF,35 b) varpútbreiðslukorti fyrir æðarfugl fyrir austanvert Rússland,52 c) útbreiðslu-
korti æðarfugls fyrir Norður-Ameríku53 (fyrir austurströnd Bandaríkjanna) og d) korti
Hjálmars Vilhjálmssonar fyrir loðnustofna.34 – Range map of common eider Somateria
mollissima and primary capelin populations Mallotus villosus in the Northern Hemi-
sphere. Drawn by the author after: a) the eider range map from the CBIRD group within
CAFF, 35 breeding range map for north-eastern Russia,52 c) for eastern United States: the
range map for North America53 and d) map made by Hjálmar Vilhjálmsson for primary
capelin populations.34