Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 62

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 62
Náttúrufræðingurinn 62 (Anthelia juratzkana), sem Steindór kallaði snjómosa, og er því réttnefnd mosaskorpa. Þar er að jafnaði fátt um háplöntur, en samt vex þar yfir- leitt grasvíðir á stangli, afar smár, með fáum og smáum blöðum, og sérkennilega krókboginn eða hring- vaxinn, sem virðist stafa af því að brumin myndast ár eftir ár á sömu hlið stöngla eða greina. Yfirleitt er enginn vöxtur í honum, og því eru greinarnar þéttsettar smánöbb- um (3. mynd). Það hef ég nefnt krókvíði eða forma vermicularis. Óvíst er hvort þetta er vaxtarform eða arfbundið afbrigði, en millistig þess og venjulegs grasvíðis má þó sjá þar sem mosaskorpan jaðrar við önnur gróðurlendi.7 Grasvíðir er þó engan veginn bundinn við langa snjólegu. Hann er algengur í hvers konar gróðurlendi til fjalla, í móum, á melum, í urðum og skriðum, og jafnvel í greinilegu jarðsili (e. solifluction) getur hann náð fótfestu og skríður þá líklega með undirlaginu (4. mynd). Því telur Hörður Kristinsson hann ekki með eiginlegum snjódældaplöntum í rit- gerð sinni í Kvískerjabók 1998, en segir hann þó algengan „í ýmsum snjódældasamfélögum“.8 Bastarðar Allar víðitegundir eru því marki brenndar að geta æxlast saman og myndað bastarða eða blendinga. Þeir eru býsna algengir en eiga samkvæmt fræðibókum að vera ófrjóir. Vegna þess hversu ólíkur grasvíðir er öðrum íslenskum víði- tegundum mætti ætla að hann væri undanþeginn þessum óvana, en sú virðist þó ekki vera raunin. Í Skandinavíu eru skráðir bastarðar grasvíðis við margar smávaxnar víðitegundir sem vaxa ekki hér á landi. Babington9 skráði fyrstur víði- tegund hérlendis (1870) er hann nefndi Salix ovata Ser., en Ström- felt 188410 taldi það vera bastarð grasvíðis við loðvíði, Salix herbacea × lanata, og undir því heiti komst hann í Flóru Stefáns, 190111 og seinni útgáfur, einnig í bók Grønt- veds 1942.12 Telja báðir hann afar breytilegan og bera sitt á hvað ein- kenni grasvíðis eða loðvíðis (nánari lýsing í Flóru Íslands, 3. útg. 1948, bls. 121). Grøntved segir hann vaxa á næstum því sömu stöðum og grasvíði, og báðir segja hann algengan um land allt. Samkvæmt minni reynslu er hann þó fáséður í snjódældum. Í grein sinni um víði í Færeyjum og á Íslandi 1994 telur Jóhann Pálsson13 að bastarðar grasvíðis við grávíði, sem nú er farið að kalla fjallavíði (Salix glauca/arctica), séu algengir í báðum löndum, og ættu þá að nefn- ast Salix herbacea × arctica. Ekki er kunnugt um nein íslensk heiti á þessum blendingstegundum, sem hér hefur lítið verið sinnt. Þörf væri að rannsaka þær frekar, og kynnu þar að leynast aðrar tegundir, sem til dæmis yxu einnig á Grænlandi. Svepprót Hvaðan kemur grasvíðinum þetta mikla þol gegn erfiðum aðstæðum? Kannski liggur skýringin í hatt- sveppum sem ávallt vaxa með honum. Þar er um allnokkrar tegundir að ræða, sem sjaldan eða aldrei finnast annars staðar en í grasvíðibreiðum og virðast fylgja 4. mynd. Grasvíðir með karlblómum á Hafursá í Skógum, Héraði. Ljósm. Helgi Hallgríms- son 14. júní 1989. 3. mynd. Grasvíðir (krókvíðir) á mosaskorpu á Fjarðarheiði eystra. Ljósm. Helgi Hallgríms- son 25. ágúst. 1987.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.