Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Bergþóra Sigurðardóttir Furður í fjörunni Hvítanes í Ísafjarðardjúpi 1. mynd. Gerið svo vel að setjast hjá mér á þennan sívalning meðan við veltum umhverfinu fyrir okkur. Hér erum við norðarlega á Hvítanesi. Að baki okkur er Landhólmi og handan Djúpsins Snæfjallaströnd með Ytraskarði. – Please take a seat on this cylindrical rock. How would it have been formed? Ljósm./Photo: Kristján Ásbergsson 10. júli 2010. Allt landið er fullt af undrum sem brjóta í bága við lögmál náttúrunnar.a J. Ross Browne 1862. Mig langar til að segja hér frá furðum í fjörunni á Hvítanesi, tanga sem skagar út í Ísafjarðardjúp í átt að Vigur milli Hestfjarðar að vestan og Skötufjarðar að austan. Hvítanes nær mun styttra út í Djúpið en Fótarnes og Ögurnes. Efsti hluti tangans er grasi vaxinn en nokkuð rofinn (1. mynd). Tanginn er 600–700 m á lengd og mjókkar þegar utar dregur. Landhólmi er þar fremst aðskilinn á flóði. Austan hans er Djúphólmi úti í Skötufirði. Á austurströndinni er sandfjara og er þar töluvert útfiri og mikill þanggróður. Þar finnast volgrur á einum sjö stöðum og í Laugarvík er 30° heit uppspretta.1 Hestfjarðarmegin er ströndin gjörólík – þar er klapp- arfjara og á Grundinni eru klappir sem ganga inn undir bakkann. Fjölbreytni í klapparmyndununum Hestfjarðarmegin er mikil og langar okkur að öðl- ast nokkurn skilning þar á. Syðstu sívalningarnir á ströndinni sjást þar sem vegurinn beygir inn í Hestfjörð. Klappir eru líka í Landhólma og Djúphólma. Ekki er hægt að sjá á tanganum neina samlíkingu við hraunlagastaflann í fjöllunum í kringum okkur. Hvað getur þetta þá verið? Hafa þessar myndanir orðið til við hærri sjávarstöðu? Hvar var hugsanlegt að finna áþekk- ar myndanir? Kom til greina að þetta væri bólstraberg? Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 65–76, 2017 a Íslandsferð J.Ross Browne 1862, bls. 128. Bókaútgáfan Hildur 1976.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.