Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Bergþóra Sigurðardóttir Furður í fjörunni Hvítanes í Ísafjarðardjúpi 1. mynd. Gerið svo vel að setjast hjá mér á þennan sívalning meðan við veltum umhverfinu fyrir okkur. Hér erum við norðarlega á Hvítanesi. Að baki okkur er Landhólmi og handan Djúpsins Snæfjallaströnd með Ytraskarði. – Please take a seat on this cylindrical rock. How would it have been formed? Ljósm./Photo: Kristján Ásbergsson 10. júli 2010. Allt landið er fullt af undrum sem brjóta í bága við lögmál náttúrunnar.a J. Ross Browne 1862. Mig langar til að segja hér frá furðum í fjörunni á Hvítanesi, tanga sem skagar út í Ísafjarðardjúp í átt að Vigur milli Hestfjarðar að vestan og Skötufjarðar að austan. Hvítanes nær mun styttra út í Djúpið en Fótarnes og Ögurnes. Efsti hluti tangans er grasi vaxinn en nokkuð rofinn (1. mynd). Tanginn er 600–700 m á lengd og mjókkar þegar utar dregur. Landhólmi er þar fremst aðskilinn á flóði. Austan hans er Djúphólmi úti í Skötufirði. Á austurströndinni er sandfjara og er þar töluvert útfiri og mikill þanggróður. Þar finnast volgrur á einum sjö stöðum og í Laugarvík er 30° heit uppspretta.1 Hestfjarðarmegin er ströndin gjörólík – þar er klapp- arfjara og á Grundinni eru klappir sem ganga inn undir bakkann. Fjölbreytni í klapparmyndununum Hestfjarðarmegin er mikil og langar okkur að öðl- ast nokkurn skilning þar á. Syðstu sívalningarnir á ströndinni sjást þar sem vegurinn beygir inn í Hestfjörð. Klappir eru líka í Landhólma og Djúphólma. Ekki er hægt að sjá á tanganum neina samlíkingu við hraunlagastaflann í fjöllunum í kringum okkur. Hvað getur þetta þá verið? Hafa þessar myndanir orðið til við hærri sjávarstöðu? Hvar var hugsanlegt að finna áþekk- ar myndanir? Kom til greina að þetta væri bólstraberg? Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 65–76, 2017 a Íslandsferð J.Ross Browne 1862, bls. 128. Bókaútgáfan Hildur 1976.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.