Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn 66 2. mynd. Tempest Anderson á Fjallabaksleið í ágúst 1890. Hér nýtur hann hvíldar við tjald sitt í leiðangri sem hann fór til að kynna sér eldfjallalandslag.4 – Tempest Anderson rests during an expedition to Iceland in August 1890, where he studied volcanic landscapes.4 Birt með leyfi/Image courtesy of: York Museums Trust (http://yorkmuseumstrust.org.uk/). annan og hrúguðust upp. Þeir voru hvítglóandi að sjá, jafnvel um bjartan dag, og þegar öldur sjávarins riðu yfir þá, hrundi vatnið af þeim eins og það kom, án þess að það syði ...2 Við heimkomuna til Englands flutti Anderson erindi um gosið og sýndi myndir hjá Breska jarðvísinda- félaginu (British Geological Survey). Hann fékk þau ummæli að aldrei hefði rennsli hrauns í sjó verið svo vel lýst eða ljósmyndað. Anderson kom tvisvar til Íslands, 1890 og aftur 1893 (2. mynd), og dvaldist lengi í bæði skiptin.4 Anderson gaf árið 1903 út bókina Volcanic studies in many lands með ljósmyndum frá 100 eldfjallasvæðum og er þar 31 mynd frá Íslandi.4 Guðmundur Kjartansson sagði lýsingu Andersons að vísu staðfesta það sem menn hefðu ályktað út frá fundarstöðum bólstrabergs, að það myndist í vatni, en taldi að hún leiddi samt ekki fyllilega í ljós orsök- ina til þessarar kynlegu storknunar. Guðmundur benti síðar á að menn hefðu margoft horft á hrauntauma renna út í vatn og storkna þar í svipaðar myndir og gerist á þurru landi, og vísaði þar meðal annars til Mývatnselda (1724–1729): Það er skoðun flestra bergfræðinga og jarðeldafræðinga, byggð á reynslu í mörgum löndum, að í þeim eldgosum, sem verða á botni sjávar, vatns eða jökuls, valdi hin snögga kólnun bergkvikunnar því, að hún storknar í sundurlausa mola eða bólstra eða enn aðrar fáránlegar myndir, frekar en renna sem venju- legt hraunflóð....5 Um elstu blágrýtismyndanir á Íslandi, tertíer-myndanir, segir Guðmundur: Hvergi hafa fundizt þess nein merki, að hraunin hafi runnið út í sjó eða vatn né komizt í snertingu við jök- ulís, enda virðist blágrýtismynd- unin ekki aðeins snauð að einhlítu bólstrabergi, heldur einnig öllu, sem líkist bólstrum í bergi. Samt er engan veginn óhugsandi, að bólstraberg eigi eftir að finnast einhvers staðar í blágrýtismyndun Íslands ...2 Fram yfir miðja 20. öld var þekking jarðfræðinga á myndun bólstrabergs brotakennd. Í grein í Náttúrufræðingnum árið 1955 fjall- aði Guðmundur Kjartansson (1909– 1972) um bólstraberg: Menn þekkja nú bólstraberg víða í öllum heimsálfum og í myndunum frá öllum jarðsöguöldum. ... Yfirleitt er fundarstöðum bólstrabergs svo háttað, að þar virðist hafa verið vatn í einhverri mynd: sjór, stöðuvatn eða jökull, þegar það storknaði, en hvergi mun það hafa orðið til á auðu þurrlendi. Þó má segja, að enn sé einu áfátt í fullkomna sönnun þess, að storknun í vatni sé skilyrði fyrir myndun bólstrabergs. Það er bein athugun á því, sem fram fer.2 Tempest Anderson og myndun bólstrabergs Guðmundur vitnar í breska augn- lækninn Tempest Anderson (1846– 1913) sem elti uppi eldgos um víða veröld og fylgdist með eldgosi í fjallinu Matavanu á Samóaeyjum árið 1909.3 Þar hafði þunnfljótandi hraun runnið um 11 km leið frá gígnum til sjávar – hann líkir hraun- inu reyndar við Ódáðahraun – og þegar hraunið rann í sjóinn urðu stanslausar sprengingar og hraun- flygsum og svartri ösku rigndi allt um kring. Anderson ætlaði sér að sjá bólstraberg myndast og fékk sér því bát og fór eins nálægt hraun- inu og hann treysti bátnum án þess að tjaran í tróðraufunum bráðnaði. Frásögn Andersons hjóðar svo í þýð- ingu Guðmundar Kjartanssonar: Þegar hraunið kom í sjóinn, teygð- ist það fram í totur, sem minntu á brumhnúða. Það varð með þessum hætti: Sjá mátti ávöl og löng hraun- flikki – sem enn héngu saman við hraunið, sem að rann, og voru enn rauðglóandi, en þó deigkennd orðin við kólnun – tútna út í hnúða á mjóum hálsi .... og hnúðarnir hitn- uðu, linuðust og stækkuðu óðfluga, unz þeir urðu á stærð við poka eða kodda .... Stundum var hálsinn, sem veitti efni til nýmyndaðs hnúðs, nokkurra feta langur og sem armur manns að gildleika, en þandist síðan út og myndaði hnúð í fullri stærð. Oftar var þó hálsinn styttri, svo að hnúðarnir mynduðust hver við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.