Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 69
69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
6. mynd. Klettar sem líkjast brauðbollum. – Plano-convex rocks at the shore of Hestfjörður.
Buns. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir.
5. mynd. Vestan megin á tanganum. Horft inn Hestfjörð. Til vinstri klappir með raufum og rofi, ,brauð‘ fyrir miðju. – On the west bank of
the peninsula looking south. Great boulders, some like ,buns‘. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir 2013.
óreglulegar með margvíslegum
holum. Holusteina kölluðu börn-
in í Djúpinu slíkt grjót. Hnöttóttur
bólstur sker sig úr og ber við sjóinn.
Hann er með gliðnaða þenslurauf
(4. mynd).
Margt má sjá á 5. mynd sem
tekin er inn Hestfjörð, þar sem við
höfum mann sem mælikvarða. Til
vinstri eru klettar með skorum um
miðjuna en aðrir minna á brauð og
yst við sjóinn má sjá flata bólstra
sem líkjast bólstrunum á Lopez-
eyju. Samanburðurinn verður nær-
tækari við stækkun á myndinni.
Gæti verið að ummæli Aristótelesar
eigi hér við? Að hér hafi verið sjór
en ekki þurrlendi þegar klappirnar
mynduðust?
Brauð og bólstrar
Mac Vuagnat (f. 1922), jarðfræðingi
við háskólann í Genf, fannst heitið
á bólstrum á ólíkum tungumálum
gefa til kynna einangraðar kúlulaga
myndanir og því væri það ein-
földun að kenna fyrirbærið við staka
bólstra. Heiti greinar hans um þetta
frá 1975 má snara svo: Bólstrahraun:
Stakir bólstrar eða samhangandi
sívalir hrauntaumar?16 Þetta kemur
fram hjá fleiri fræðimönnum.8
Vuagnat fór víða en hafði í huga
Montgenèvre-fjallabáknið þegar
hann skrifaði greinina. Hann sýnir
fjórar einfaldar teikningar af þver-
skurði bólstra og kallar þá fyrstu
brauðbollur (e. buns), þ.e. bólstra
með kúpt yfirborð en sléttan botn
(e. planio-convex). Hvað sjáum við ef
við gluggum á brauðbollur okkur
til gamans? Margt af því sem mig
langar að kalla bólstra á tanganum
(6. mynd) er einmitt áþekkt lysti-
legum brauðbollum sem ég fann
mynd af á netinu.
Klappirnar á 5. og 6. mynd virð-
ast margar falla inn í þessa skilgrein-
ingu, og eru að minnsta kosti kúptar.
Þetta eru reyndar dálítið stór brauð,
eins og sést miðað við manninn á 5.
mynd. Á 16. mynd af Landhólma
sést hve þétt saman bollurnar hafa
verið bakaðar.