Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 70

Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 70
Náttúrufræðingurinn 70 Á fjarlægum ströndum Eru einhvers staðar sambærilegar myndanir á ströndum sem myndast hafa við hærri sjávarstöðu? Margar fornar neðansjávarmyndanir eru nú ofansjávar, frá míósen og einnig eldri. Víða á ströndum Atlants- hafs og Kyrrahafs má finna meiri fjölbreytni í gömlum strandmynd- unum en á Hvítanesi þar sem fara saman bólstraberg og beltahraun sem samsvara helluhraunum á landi og skiptast á að vera undir eða ofan á. Hraunrennsli getur breyst úr einni mynd í aðra vegna kólnunar, seigju hraunsins eða landslags. Á Menakozhöfða á strönd Biskaja flóa er lýst beltahraunum, samþjöppuðum stuðlum og bólstra- bergi frá krítartímabilinu með stöku risabólstrum, allt myndað í grunn- um sjó. Í bólstrabergsmynduninni er hlaði af sívalningum allt að 20 m á lengd og 2,2 m í þvermál.17 Í þver- skurði eru sumir gegnheilir en aðrir með stuðlabrotum. Beggja megin Kyrrahafs finnst bólstraberg myndað í sjó eða vötnum. Á Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku skera hraðbrautir víða hæðir og þar hafa bólstrar komið í ljós við vega- gerð. Hið mikla flæðibasalt sem kennt er við Kolumbíuána, og er frá míósen, hefur fundið sér leið niður í mjúk setlög og flæðiengjar og skilið eftir bólstra á ströndum Washington- og Oregon-fylkja.18 Í athyglisverðri grein um flóknar míósen-myndan- ir í Maori-flóa á Nýja-Sjálandi eru meðal annars greind sjö hraunlög sem risið hafa úr sjó.19 Á Cape Grim á Tasmaníu – lengra frá Ísafjarðardjúpi komumst við varla – er lýst basaltbólstrum frá míósen. Greinarhöfundar lýsa bólstrum með vel varðveittum þensluraufum á glerkenndu skurni. Þeir telja þensluraufar einkennandi (e. diagnostic) fyrir bólstraberg og segja slíkar raufar ekki sjást á yfir- borði helluhrauna. Þetta sé sá hluti bólstranna sem verður til þess að þeir geta þanist út þannig að hraunið rennur áfram. Vel varðveitt- ar þensluraufar séu mjög sjaldgæfar, og þurfi helst að sjást í þrívídd eins og á Cape Grim. Þeir segja skilning á þeim gefa nýja sýn á framskrið bólstrahrauns.20 Það voru ekki síst raufarnar sem vöktu athygli mína á klöppunum á tanganum. Margar klappir eru með skorum sem gætu verið þenslurauf- ar. Þær eru yfirleitt aðeins skorur, en á stöku stað er gliðnun, jafnvel rask (1. mynd). Mér tókst að koma hand- legg niður á einum stað en gat ekki við þreifingu gert mér grein fyrir yfirborði glufunnar nema brotsárið var þétt og ójafnt. Á 7. mynd sjást þensluraufar á bólstrum á sjávar- botni, en á 8. mynd sjást raufar í klöppum á Hvítanesi. Á Lopez-eyju í San Juan-eyja- klasanum í sundinu milli Van- couvereyju og meginlandsins eru ílangir bólstrar frá júratímabili sem minna á klappirnar á Hvítanesi. Við byggðina í Richardson á suður- strönd eyjunnar er lítið svæði á ströndinni sem best er að skoða á háfjöru. Gefur þá að líta mjög fínt bólstrabergshraun þar sem ílangir bólstrar hafa runnið hver ofan á annan. (9. mynd).21 Bólstrarnir fyrir framan manninn minna á mynd- anir næst sjónum á tanganum á 10. mynd. Annað athyglisvert á Richardson er bólstur á 11. mynd, sem við skul- um skoða nánar. Hann leggst að undirliggjandi bólstri og mjókkar í hægri endann og er þar með brot og svigður. Á Hvítanesi, á Grundinni, svæð- inu frá klapparfjörunni upp að bakk- anum er steinn með svigðum (12. mynd), sem minna á skorurnar á 11. mynd. Hann ber reyndar uppi hrauk af holusteinum. Á úthafshryggjum Þar sem Ísland er einstök ofansjávar- myndun á úthafshrygg með fleka- skilum og heitum reit – er þá ekki upplagt að skoða betur sjávarbotn- inn á hryggjunum og sjá hvað er þar í mótun? Komið hefur í ljós að bólstraberg myndast á úthafshryggjum þar sem gliðnun er hæg, þ.e. rekhraðinn lítill, eins og á Mið-Atlantshafsprungunni. 7. mynd. Ljósmynd tekin úr djúpfarinu Alvin á Austur-Kyrrahafs- sprungunni og sýnir þenslurauf í bólstrum sem eru um 1 m í þver- mál. – Alvin’s view of basalt pillows with a spreading crack (individual pillows approximately 1 m across) from the East Pacific Rise.26 Ljósm./Photo: Robert Embley NOAA. 8. mynd. Vestan megin á Hvítanestanga. Eru þetta þensluraufar sem eru einkennandi fyrir fyrir bólstraberg? – Are we looking at spreading cracks which are, according to Goto et al., diagnostic for lava pillows? Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.