Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 71
71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
10. mynd. Vestan megin á tanganum. Klappirnar minna á klappirnar sem maðurinn á 9.
mynd stendur við. Raufar í sumum klappanna. – On the west bank of the peninsula looking
south. The cliffs have some similarities with the ones in front of the man in Fig. 9 and have
some cracks. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir.
11. mynd. Dæmigerður bólstur við Richard-
son. Takið eftir hvernig hann leggst yfir
undirliggjandi bólstra. – Classic pillow
structure at Richardson. Notice how it
drapes over the pillow at lower right. Ljósm./
Photo: Michael E. Yeaman.
12. mynd. Steinn á Grundinni, svæðinu frá
klapparfjörunni upp að bakkanum. Hann er
með smáfellingum sem minna á skorurnar á
steininum á 14. mynd. – Some of the cliffs
have furrows like the one at Richardson in
Fig. 14. Lava pile on the top. Ljósm./Photo:
Bergþóra Sigurðardóttir.
9. mynd. Á Richardson sjást ílangir bólstrar sem runnið hafa hver ofaná annan. – Low tide
at Richardson reveals very fine pillow lava. Note the elongated shapes. The pillows are part
of the Lopez Structural Complex, a Jurassic-aged thrust fault zone. Ljósm./Photo: Michael
Yeaman.
Það sem einkennir gosin er að
krafturinn er lítill en stöðugur, yfir-
borð hraunsins kólnar snögglega
og seigja kvikunnar er í meira lagi.
Hnattlaga bólstrar hlaðast upp á
brúnum og mynda þar hóla, en í
halla myndast ílangir bólstrar, sem
geta gefið af sér nýja bólstra og
orðið mjög langir.
Beltahraun (e. sheet lava) verða
til þar sem kvikan er þunnfljótandi,
gliðnunarhraðinn meiri, landslag-
ið flatara og hraunin renna lengra.
Þannig endurnýjast hafsbotninn
með basalthraungosum á gliðnunar-
sprungum en flekarnir skríða önd-
vert niður í niðurstreymisbeltin.
Hafsbotnsskorpa úthafanna verður
ekki eldri en 180–200 milljónir ára
áður en hún dregst niður í djúpála.
Það er aðeins 4% af aldri jarðar, sem
talinn er um 4,54 milljarðar ára.
Árið 1972 tóku Frakkar og Banda
ríkjamenn höndum saman um
rannsóknir á hluta af Mið-Atlants-
hafshryggnum og nefndu verkefnið
FAMOUS (e. French-American Mid-
Ocean Undersea Study). Markmiðið
var að öðlast dýpri skilning á
myndun nýrrar jarðskorpu og
eðli kraftanna sem ríkja á Mið-
Atlantshafsrekbeltinu.22 Þeir Robert
Ballard (síðar kunnur fyrir að finna
flak Titanic) og áðurnefndur James
G. Moore tóku saman myndabók
árið 1977 sem nefnist Photographic
Atlas of the Mid-Atlantic Ridge Rift
Valley23 og er þar lýst nákvæmlega
bólstrabergi á sjávarbotni, eins
og því sem Moore hafði áður séð
myndast við Hawaii. Í bókinni eru
183 svart-hvítar myndir af þeim
þúsundum mynda af hafsbotni sem
aflað var í FAMOUS-verkefninu, og
voru flestar teknar úr djúpfarinu
Alvin. Hér sáu þeir bólstrana í þrí-
vídd en ekki þverskurði eins og í
móbergsfjöllunum okkar eða öðrum
gömlum myndunum. Í tímaritinu
National Geographic frá maí 1975
er á þrjátíu síðum lýsing með mynd-
um úr köfun með Alvin niður í
sprungudalinn á hryggnum.24,25
Ballard og Moore leggja mikla
áherslu á fjölbreytni bólstranna. Í
myndabókinni lýsa þeir kúlulaga
bólstrum, flötum og ílöngum, sum-