Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 71

Náttúrufræðingurinn - 2017, Blaðsíða 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 10. mynd. Vestan megin á tanganum. Klappirnar minna á klappirnar sem maðurinn á 9. mynd stendur við. Raufar í sumum klappanna. – On the west bank of the peninsula looking south. The cliffs have some similarities with the ones in front of the man in Fig. 9 and have some cracks. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir. 11. mynd. Dæmigerður bólstur við Richard- son. Takið eftir hvernig hann leggst yfir undirliggjandi bólstra. – Classic pillow structure at Richardson. Notice how it drapes over the pillow at lower right. Ljósm./ Photo: Michael E. Yeaman. 12. mynd. Steinn á Grundinni, svæðinu frá klapparfjörunni upp að bakkanum. Hann er með smáfellingum sem minna á skorurnar á steininum á 14. mynd. – Some of the cliffs have furrows like the one at Richardson in Fig. 14. Lava pile on the top. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir. 9. mynd. Á Richardson sjást ílangir bólstrar sem runnið hafa hver ofaná annan. – Low tide at Richardson reveals very fine pillow lava. Note the elongated shapes. The pillows are part of the Lopez Structural Complex, a Jurassic-aged thrust fault zone. Ljósm./Photo: Michael Yeaman. Það sem einkennir gosin er að krafturinn er lítill en stöðugur, yfir- borð hraunsins kólnar snögglega og seigja kvikunnar er í meira lagi. Hnattlaga bólstrar hlaðast upp á brúnum og mynda þar hóla, en í halla myndast ílangir bólstrar, sem geta gefið af sér nýja bólstra og orðið mjög langir. Beltahraun (e. sheet lava) verða til þar sem kvikan er þunnfljótandi, gliðnunarhraðinn meiri, landslag- ið flatara og hraunin renna lengra. Þannig endurnýjast hafsbotninn með basalthraungosum á gliðnunar- sprungum en flekarnir skríða önd- vert niður í niðurstreymisbeltin. Hafsbotnsskorpa úthafanna verður ekki eldri en 180–200 milljónir ára áður en hún dregst niður í djúpála. Það er aðeins 4% af aldri jarðar, sem talinn er um 4,54 milljarðar ára. Árið 1972 tóku Frakkar og Banda ríkjamenn höndum saman um rannsóknir á hluta af Mið-Atlants- hafshryggnum og nefndu verkefnið FAMOUS (e. French-American Mid- Ocean Undersea Study). Markmiðið var að öðlast dýpri skilning á myndun nýrrar jarðskorpu og eðli kraftanna sem ríkja á Mið- Atlantshafsrekbeltinu.22 Þeir Robert Ballard (síðar kunnur fyrir að finna flak Titanic) og áðurnefndur James G. Moore tóku saman myndabók árið 1977 sem nefnist Photographic Atlas of the Mid-Atlantic Ridge Rift Valley23 og er þar lýst nákvæmlega bólstrabergi á sjávarbotni, eins og því sem Moore hafði áður séð myndast við Hawaii. Í bókinni eru 183 svart-hvítar myndir af þeim þúsundum mynda af hafsbotni sem aflað var í FAMOUS-verkefninu, og voru flestar teknar úr djúpfarinu Alvin. Hér sáu þeir bólstrana í þrí- vídd en ekki þverskurði eins og í móbergsfjöllunum okkar eða öðrum gömlum myndunum. Í tímaritinu National Geographic frá maí 1975 er á þrjátíu síðum lýsing með mynd- um úr köfun með Alvin niður í sprungudalinn á hryggnum.24,25 Ballard og Moore leggja mikla áherslu á fjölbreytni bólstranna. Í myndabókinni lýsa þeir kúlulaga bólstrum, flötum og ílöngum, sum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.