Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 77
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ritfregnir Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinssona a Hörður Kristinsson 2016. Íslenskar fléttur. Bókaútgáfan Opna og Hið íslenska bókmenntafélag (HÍB), Reykjavík. 468 bls. b Hinir tveir voru Bergþór Jóhannsson og greinarhöfundur. Á árunum 1955–1965 voru þrír íslenskir stúdentar við nám í líf- fræði í háskólanum í Göttingen í Neðra-Saxlandi, Þýskalandi. Fyrir síðari heimsstyrjöld var þessi skóli vel þekktur fyrir ástundun nátt- úruvísinda og eimdi enn eftir af þeirri frægð. Einn þeirra var Hörður Kristinsson frá Arnarhóli í Eyja- firði, fæddur 1937.b Sjálfsagt var það engin tilviljun að þeir völdu sér að sérgreinum þá plöntuflokka sem enginn Íslendingur hafði áður fengist við, mosa, sveppi og fléttur. Með nýlega útkominni fléttubók Harðar hafa þeir allir skilað ævi- starfi sínu á prenti. Hennar hafði verið beðið með eftirvæntingu, því að engin slík hafði áður verið samin hérlendis, en vitað var að Hörður hafði stundað fléttusöfnun og -rannsóknir alla sína starfsævi. Þetta er glæsileg bók og er þar lýst um 400 tegundum í máli og myndum. Bókin er í handhægu broti, enda ætluð almenningi sem fýsir að kynna sér algengar og áber- andi fléttutegundir. Fléttur eru einhverjar furðuleg- ustu lífverur sem Jörðina byggja. Þær eru sambýlisverur, ávallt sam- settar af sveppi og þörungi (stund- um fleiri en einni tegund þörunga) sem eru óskyldir lífveruflokkar en hafa samlagast svo aðdáunarlega að fram yfir miðja 19. öld héldu víst allir að þær væru grænar plöntur. Um 1870 uppgötvaði þýskur grasa- fræðingur, Simon Schwendener, að „grænukornin“ í fléttum væru þör- ungar sem gætu lifað á eigin spýtur. Þessi stórmerka uppgötvun var þó umdeild næstu árin. Núorðið teljast fléttur vera sveppir sem hafa tekið þörunga í þjónustu sína og innbyrt þá í líkama sinn. Þær tilheyra því svepparíkinu (Mycota). Sveppirnir eru nánast allir í fylkingu asksveppa (Ascomycota), en hafa vanalega allt annað útlit og vaxtarlag en skyldir sveppir. Þetta nána sambýli (stoðbýli) kem- ur báðum til góða; þörungar hafa blaðgrænu sem sveppinn vantar og geta því aflað fæðu úr loftinu, en sveppurinn skapar þörungnum hæfileg lífsskilyrði í staðinn. Því geta fléttur lifað við óhagstæð skil- yrði, jafnvel á beru grjóti. Sambýli er reyndar algengt í líf- ríkinu, t.d. mynda sveppir náið sam- band með rótum fjölmargra fræ- plantna og byrkninga sem kallast svepprót, og eru þessar plöntur því líka sambýlisverur þó ekki sé það eins augljóst. Meira að segja lifa flest hryggdýr í nánum tengslum við bakteríur og sveppi sem ann- ast meltingu fæðunnar að verulegu leyti, og erum við mannfólkið þar ekki undanskilið. Fléttur eru margvíslegar að lög- un og hafa því hlotið ýmis nöfn. Á íslensku hafa þær verið nefndar mosar, skófir og grös. Líklega var mosaheitið algengast fram um alda- mót 1800 (sbr. Grasnytjar Björns í Sauðlauksdal, 1783), en langt er síð- an það var fest við alveg óskyldan plöntuflokk, Musci, og orðið grös hefur miklu víðari merkingu. Því hefur samheitið skófir líklega verið algengast í munni almennings síð- ustu tvær aldir. Fléttuheitið kom líklega fyrst fram 1874 í kverinu Um náttúru Íslands eftir Benedikt Gröndal (Kaupmannahöfn 1874, 58 bls.) með hliðsjón af orðinu Flechten á þýsku. Það hefur einkum ver- ið notað í prentmáli, en fær nú almenna notkun. Fræðiheitið er Lichenes, dregið af gríska orðinu leikhen. Það er not- að í rómönskum málum og ensku (lichens), en á tungum Norðurlanda kallast flétturnar laver eða lavar, og er það heiti talið skylt sögn- inni að lafa. Lengi hefur tíðkast að skipta fléttum eftir lögun þeirra í þrjá meginflokka: blaðfléttur, runn fléttur og hrúðurfléttur, en það segir ekkert um skyldleika þeirra. Eðlilegt virðist kalla hrúðurflétturnar skófir, því að þær líkjast því sem skafið er innan úr pottum við matargerð, en höfundur notar þó skófaheitið um algengar blaðfléttur. Náttúrufræðingurinn 87 (1–2), bls. 77–80, 2017
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.