Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 78
Náttúrufræðingurinn 78 Fléttur eru mjög algengar á Íslandi og má finna þær næstum hvar sem er á landi, en líka í vatni og sjávarfjörum. Blaðfléttur geta vaxið á ýmsu undirlagi, runnfléttur aðallega á grónum jarðvegi og mosa en hrúðurfléttur eru mest á steinum og trjám. Fléttur vaxa mjög hægt, þola langvarandi þurrka, frost og storma, en eru viðkvæmar fyrir sandfoki og ýmiss konar loftmeng- un. Mest kveður að fléttum á vel grónum heiðum þar sem þær lita oft mólendið. Skýrasta dæmi um það getur að líta í Mývatnssveit. Annars er varla nokkur steinn eða klettur laus við fléttur og iðulega eru þeir þaktir skófum í mismunandi lit- um. Það er sannkölluð náttúrulist, mósaík náttúrunnar, sem engin list manna getur jafnast við. Fléttur hafa verið nýttar til manneldis, fóðurs, litunar, lyfjagerðar og skreytingar frá örófi alda. Eru íslensku fjallagrösin besta dæmi um það. Þeim var safn- að til matar í stórum stíl um allt land og hafa eflaust bjargað mörgum frá hungurdauða. Ýmsir erlendir fræðimenn hafa rannsakað íslenskar fléttur allt frá 18. öld, en þó einkum á fyrri hluta síðustu aldar, og birt um þær vís- indaritgerðir. Fyrsta heildarskráin birtist í Botanisk Tidsskrift 1903, eftir Jacob S. Deichmann-Branth, sóknar- prest á Jótlandi, sem kom aldrei til Íslands, en byggði rit sitt mest á söfn- un Ólafs Davíðssonar. Olav Galløe kannaði flétturíki landsins 1913 og samdi mikið rit um það, aðallega um búsvæði og samfélög fléttna, gefið út í ritsafninu Botany of Iceland, 2. bindi 1920. Bernt Lynge (1940) og Gunnar Degelius (1957) lögðu og sitt til. Árið 1953 byrjaði Svanhildur Jónsdóttir Svane að safna fléttum hérlendis og hélt því áfram lengi síðan. Hún settist að í Danmörku og ritaði lítið um íslenskar fléttur. Ágúst H. Bjarnason hefur lengi fengist við fléttugreiningu í tengsl- um við gróðurrannsóknir. Síðan um aldamót hafa Starri Heiðmarsson og Sigríður Baldursdóttir bæst í hóp íslenskra fléttufræðinga, og Ólafur S. Andrésson hefur fengist við erfða- og efnagreiningar á fléttum. Hörður Kristinsson lærði líffræði í Göttingen á árunum 1958–1965 og lauk doktorsprófi frá landbún- aðardeild háskólans þar 1966, með sníkjusveppi sem aðalgrein. Áhugi hans hafði þá beinst að fléttum og þegar á næsta ári hóf hann að safna þeim skipulega um allt land og nafngreina þær. Í tengslum við Surtseyjarrannsóknir fékk hann bandarískan styrk til að rannsaka íslenskar fléttur við Duke-háskóla í Durham, Norður-Karólínu, þar sem hann dvaldist í þrjú ár og samdi vísindarit um blað- og runnfléttur á Íslandi. Það var aldrei gefið út sem heild en helstu nýjungar birtust í nokkrum tímaritsgreinum erlendis. Þá var efnafræðileg tegundagrein- ing á fléttum að ryðja sér til rúms; náði Hörður góðum tökum á henni og notaði síðan. Árið 1970 settist Hörður að á Akureyri. Hann fékk hlutastarf við Náttúrugripasafnið á Akureyri, sem ég veitti forstöðu, og hélt áfram að safna fléttum og rannsaka þær, með styrkjum úr Vísindasjóði. Fléttusafn hans var þá þegar orðið mjög stórt, hefur það síðan verið geymt í Náttúrugripasafninu, sem nú kall- ast Náttúrufræðistofnun Íslands – Akureyrarsetur, og hefur aðsetur í aðalbyggingu Háskólans á Akureyri, Borgum. Árin 1973–1977 var Hörður for- stöðumaður safnsins, og 1977– 1987 prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík, vann síðan aftur við forstöðu safnsins til aldamóta, settist þá að á bæ foreldra sinna, Arnarhóli í Eyjafjarðarsveit. Á því tímabili gafst lítill tími til flétturann- sókna, enda sneri hann sér þá eink- um að því að kanna og kortleggja útbreiðslu háplantna í landinu og samdi auk þess Plöntuhandbókina (1986), með eigin ljósmyndum. Í síð- ustu útgáfu hennar (2010) er fjall- að um allar tegundir fræplantna og byrkninga sem hér vaxa villtar að staðaldri. Hún hefur verið langvin- sælasta flórubók landsins síðustu áratugi. Höfundur þýddi fyrri útgáf- una sjálfur á ensku og þýsku. Allt frá 1970 hefur Hörður haldið Skrá yfir fléttur á Íslandi og endurbætt hana reglulega. Síðan um aldamót hefur skráin verið öll- um aðgengileg á vefsetrinu flora- islands.is. Meðhöfundur er Starri Heiðmarsson á Akureyrarsetri Náttúru fræðistofnunar, sem nú hef- ur tekið að sér að uppfæra skrána. Í síðustu gerð hennar frá 2009 eru 755 fléttutegundir skráðar, auk þess um 90 tegundir smásveppa sem vaxa á fléttum og eru ef til vill hluti af sambýli þeirra. Síðan hafa margar tegundir bæst við. Einnig er fjöl- mörgum fléttutegundum lýst í máli og myndum á áðurnefndu vefsetri sem Hörður heldur úti. Dældaskóf, Peltigera kristinssonii, er kennd við Hörð Kristinsson. Hún er algeng um allt land, einkum þó á norðanverðu landinu frá láglendi upp í 900 metra hæð, hæst skráð í Esjufjöllum í 1290 m. Ljósm. Hörður Kristinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.