Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 79
79 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þessi skrá er undirstaða bókar- innar Íslenskar fléttur, sem auk þess byggist á fyrrnefndu ritverki Harðar frá um 1970 og nokkrum greinum hans í tímaritum og bókum. Hörður byrjaði snemma að ljósmynda plöntur, fléttur og sveppi og náði góðum árangri á því sviði, sem kom sér nú vel fyrir fléttubókina. Síðustu sumur hefur hann bætt við mörgum fléttumyndum. Í bókinni Íslenskar fléttur er 392 tegundum lýst í máli og myndum, og nokkurra fleiri stuttlega getið. „Það er nálægt því að vera helm- ingur þeirra tegunda sem skráðar hafa verið á Íslandi,“ segir í formála bókarinnar. Um tegundavalið segir þar: Leitast hefur verið við að hafa sem flestar algengar tegundir með, einkum blað- og runnfléttur, en einnig algengustu hrúðurfléttur, og þær sem algengar eru í umhverf- inu. Margt fleira hefur einnig ráðið vali tegunda í bókina, t.d. að til sé mynd af tegundinni og þokkalega auðvelt sé að greina hana frá öðrum skyldum tegundum. Bókin er 468 bls. í sama broti og Plöntuhandbókin. Efnislega skipt- ist hún í tvo aðalhluta: Almennar upplýsingar um fléttur (bls. 7–40), og tegunda- og ættalýsingar (bls. 41–432). Síðan koma gróteikningar 254 tegunda sem lýst er í bókinni, greiningarlyklar, og loks íslensk og latnesk tegundaskrá. Gróin eru teiknuð eftir íslenskum eintökum, en margar fléttutegundir bera aldrei gró. Almennu kaflarnir eru mjög gagnlegir. Hér sakna ég helst ágrips af sögu flétturannsókna, bæði almennt og sérstaklega á Íslandi, ásamt skrá yfir helstu heimildar- rit. Fyrsti kaflinn, Gerð bókarinnar, sem fyrr var vitnað til, er einskon- ar formáli. Þar er rætt um röðun tegunda sem ekki var sjálfgefin. Niðurstaðan varð að raða þeim „í kerfisbundna skyldleikaröð, eftir því sem núverandi þekking leyfir“. Þessu fylgir sá ókostur að vegna núverandi uppstokkunar kerfisins á grundvelli raðgreininga á kjarna- sýrum lenda sviplíkar tegundir á víð og dreif í bókinni, runn- og blaðfléttur iðulega með hrúðurflétt- um. Greiningarlyklum er ætlað að bæta úr þessu. Þar eru kvíslir og tegundir gróflega flokkaðar eftir lögun, lit og öðrum augljósum ein- kennum. Því ber að fagna að þessi röðun var tekin fram yfir tilbúna röðun, t.d. eftir litum, eins og gert er í Plöntuhandbók sama höfund- ar. Það er svo annað mál hvernig þetta raðgreiningakerfi, sem nú er í tísku, endist þegar fram í sækir, þar sem það fer iðulega á skjön við hefðbundin einkenni sem greining tegunda hefur byggst á. Í sama kafla ræðir höfundur þann vanda sem felst í íslenskum nafngiftum tegunda, og ég þekki vel af eigin reynslu. Hann varð að gefa nær öllum fléttutegundum sem hér vaxa íslensk heiti. Þar er leitast við að fylgja þeirri megin- reglu sem Stefán Stefánsson mót- aði í Flóru Íslands 1901, að allar tegundir sömu kvíslar skuli bera nöfn sem enda á heiti hennar. Þetta hefur iðulega ekki reynst mögu- legt þegar fléttur og sveppir eiga í hlut, ekki síst vegna þess að sífellt er verið að breyta kerfinu. Því eru íslensku heitin oft miðuð við eldri kvíslaskiptingu eða jafnvel við ættir. Öfugt er þessu farið með kvíslina Cladonia, þar sem höfundur notar fernskonar lokalið vegna gríðarlegs útlitsmunar tegundanna. Yfirleitt finnst mér hafa tekist vel með nafna- valið. Oftast vísa nöfnin til útlitsein- kenna en eru þó býsna sérstæð og frumleg, kvíslaheitin nær alltaf ein- kvæð, og verða tegundanöfn þá ekki of löng eða margsamsett. Að sjálf- sögðu hafa þessar nafngiftir orðið til smám saman á löngu tímabili og oft verið breytt, en verða nú endanlegar í fléttubókinni. Meðan Sveppabókin var í smíðum reyndum við Hörður að samræma nafngiftir, þannig að sama kvíslarnafn væri ekki notað bæði á fléttu og svepp (eina sameig- inlega nafnið mun vera doppa). Í kafla um Samsetningu flétt- unnar er ytri og innri byggingu hennar lýst. Þar eru helstu íðorð fléttufræðinnar útskýrð, aðallega með ljósmyndum, en sumt hefði mátt skýra betur með teikningum. Íðorðin stemma ekki alltaf við þau sem ég notaði í Sveppabókinni, og er lítið við því að segja því menn hafa mismunandi smekk. Til dæmis notar höfundur orðið skjóða fyrir perithecium, sem ég kalla pontu. Við reyndum að samræma íðorðin en það náðist ekki. Misræmi er í þýð- ingu á orðinu paraphyses, sem ýmist kallast stoðþræðir eða geldþræðir. Bókarhöfundur í Austurskógum í Lóni. Þar er mikið af fléttum, bæði á gömlum trjám og á grjóti. Myndin er tekin í votu veðri árið 2001. Þarna má segja að sé íslenskur frumskógur, birkibolir fá að falla og rotna í skógarsverðinum án þess að mannhöndin skipti sér af því. Ljósm: Sigrún Sigurðardóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.