Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 83

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 83
83 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gröndalshús HÍN hefur lengi rennt hýru auga til Gröndalshúss enda var Benedikt Gröndal fyrsti formaður HÍN og í húsi hans var fyrsti sýningarsalur náttúru gripa safns félagsins. Það hefur því verið metnaðarmál nátt- úrufræðinga að húsið sé varðveitt og því fundið sæmandi hlutverk, svo sem með því að nýta það sem fræði- mannsíbúð eða hafa þar fundarað- stöðu fyrir frjáls félagasamtök á sviði náttúrufræða og skáldskapar. Nú hefur húsið staðið um hríð á nýjum grunni í Grjótaþorpi og unnið er að innréttingum. Þann 12. maí var húsið vígt, ef svo má að orði komast, með ræðuhöldum og söng. Svanhildur Konráðsdóttir hóf athöfnina en síðan héldu Vigdís Finnboga dóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Dagur B. Eggertsson ræður og ávörp en Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson sáu um tónlistarflutning. Fulltrúum HÍN, Rithöfunda sambandsins og fleiri félaga var boðið til athafnar- innar. Nokkuð er enn í land með framkvæmdir og frágang allan og óljóst er hver aðkoma HÍN verður að húsinu og starfseminni þar í framtíðinni. Vefsetur HÍN Verkefnisstyrkur fékkst frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti til að uppfæra heimasíðu félagsins, 460.000 kr. Í framhaldi af því var heimasíðan tekin í gegn og gerð nýtískuleg, fín og þjál í notkun og viðmóti. HÍN þakkar kærlega fyrir þennan góða styrk. Perluvinir og nátt- úrusýning í Perlunni Perlan á Öskjuhlíð og náttúrusýn- ing þar hefur allmikið verið á dag- skrá á árinu. Perla norðursins hefur unnið ötullega að því að koma þar upp mikilli náttúrusýningu með eða án aðkomu ríkisins og NMSÍ. HÍN hefur lagt áherslu á að Nátt- úruminjasafnið kæmi að málinu með tilstyrk menntamálaráðuneytis eins og þegar hefur komið fram í þessari skýrslu. HÍN aðstoðaði borgina við að gera útboðslýsingu um umrædda náttúrusýningu og skilaði áliti sínu til borgarráðs í upphafi þessa starfs- árs, í febrúar 2016. Síðan hefur félag- ið ekki haft mikil afskipti af þróun mála. Þó má nefna að formaður HÍN tók í ársbyrjun 2017 sæti í vísinda- ráði Perlusýningarinnar ásamt hópi Gröndalshús var byggt 1882 en Benedikt Gröndal náttúrufræðingur og skáld var orðinn eigandi þess 1888. Ári síðar var HÍN stofnað. Benedikt var fyrsti formaður félagsins og var náttúrugripasafn þess um skeið til sýnis í húsinu. Þarna bjó Benedikt til dauðadags 1907. Húsið stóð síðan við Vesturgötu fram yfir aldamót en var þá flutt af lóð sinni. Árið 2014 hófst endurreisn þess á nýrri lóð í Grjótaþorpi. Útlitið er hið sama og áður nema nú stendur húsið á hlöðnum kjallara. Hinn 12. maí 2016 var húsið vígt með ræðuhöldum og söng. Frá- gangi hússins er enn ekki að fullu lokið og framtíðarhlutverk þess ekki fullráðið. Ljósm. Árni Hjartarson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.