Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 4

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 4
L I T L A T í M A R l T I Ð álitlegar hið ytra og, það er óhætt að segja, ekki illa búnar hið innra. Er við lítum þær, vakna hjá okkur örvandi hug- myndir um byggingalist, heilbrigðismál og margt annað viturlegt og háfleygt. Kanske mætum við vel búnu fólki, sér- lega kurteisu. Það snýr sér hæversklega frá okkur, því að það vill ekki móðga okkur með að taka eftir fátæklegu útliti okkar. ]æja. Andi hins hungraða manns er ávalt betur nærður og heil- brigðari en andi þess sí-metta. Að því leyti er hann betur settur en aðrir menn. Nú tók að kvelda. Það var rigning og norðanstormurinn æddi. Vindurinn ýlfraði í tómum búðarholum og skonsum, lamdi gluggarúðurnar á kránum og froðu- þeytti öldurnar á ánni. Þær skullu með hávaða á sendinn bakkann, reistu hvíta kamba hátt upp og þeyttust hver eftir aðra út í óljósan fjarskann. Það var eins og áin skynjaði nálægð vetrarins og væri að hraða sér sem mest hún mætti undan viðjum íssins, sem norðan- vindurinn gat lagt á hana næstu nótt. Loftið var dimmt og drungalegt, og smá- gerðir regndropar, næstum ósýnilegir, steyptust niður í sífellu. Hinn raunalegi 2

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.