Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 5

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 5
L 1 T L A T I M A R I T I Ð þunglyndissvipur náttúrunnar í kring um mig varö mér enn átakanlegri, er ég sá tvö bogin og vansköpuð pílviðartré og bát á hvolfi bundinn við rætur þeirra. Bátskriflið og vesælu, gömlu trén, — allt umhverfis mig var eyðilegt, hrjóstr- ugt og dautt. Himininn flóði í tárum. Allt umhverfið var autt og skuggalegt. Það var eins og allt væri dautt, — ég eina lifandi veran eftir, og einnig mín beið kaldur dauðinn. Eg var átján ára gamall — það er bezji aldur! Eg reikaði um kaldan, votan sandinn, og tennur mínar ^glömruðu til heiðurs kulda og hungri. Eg var að skima eftir einhverju ætilegu bak við eina af stóru varningskörfunum, sem þarna voru, þegar ég allt í einu kom auga á kvenpersónu liggjandi á fjórum fótum. Rennvot fötin lágu þétt að herðum hennar. Ég gekk fast að henni, til þess að sjá, hvað hún hefðist að. Mér sýndist hún vera að grafa holu í sandinn með höndunum, grafa inn undir eina körfuna. „Hvers vegna ertu að þessu?“ spurði ég og settist á hækjur mér sem næst henni. Hún rak upp dálítið óp og spratt á 3

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.