Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 10

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 10
L / T L A T f M A R 1 T 1 Ð og í því stóð hún mér fyllilega á sporði, — stúlkan, sem gekk við hlið mér. „Hvað heitirðu?" spurði ég — en hvers vegna, veit ég ekki. „Natasha", svaraði hún stuttlega og hélt áfram að japla. Eg horfði á hana. Ég hafði verk fyrir hjartanu. Síðan starði ég út í þokuna fram undan mér, og mér fannst ég sjá fjandsamlegt andlit örlaganornar minnar brosa við mér, dularfullt og kuldalegt. — Regnið lamdi bátinn utan í sífellu, og hið mjúka dropafall blés mér þunglyndi í brjóst. Það hvein í vindinum, er hann smaug inn í bátinn gegnum rifu, þar sem nokkrar smáspýtur skröltu lausar — hljóð, sem gerði mig dapran og óró- legan. Oldurnar á ánni skömpuðu við bakkann, og hljóðið var tilbreytingar- laust og vonleysislegt, rétt eins og þær væru að segja frá einhverju, sem þeim dauðleiddist — einhverju, sem þær lang- aðí til að hlaupast í burtu frá, en væru samt neyddar til að taia um. Regnhljóðið blandaðist ölduskampinu, og löng stuna virtist Iíða yfir bátinn — hin endalausa, erfiða stuna jarðarinnar, sem örmagnast undan hinum eilífu breytingum, þegar s

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.