Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 13

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 13
L l T L A T í M A k I T I Ð ég. í augnablikinu gat ég ekki valið spurn - ingu minni heppilegri orð. „Það gerði Pashka", svaraði hún dauflega. „Og hver er hann?" „Unnusti minn. ... Hann var bakari". „Barði hann þig oft?“ „Alltaf þegar hann var fullur, barði hann mig. . . . Og það var oft“. Skyndilega sneri hún sér að mér og tók að tala um sjálfa sig, Pashka og sambandið milli þeirra. Hann var bak- ari, með rautt efrivararskegg og lék mjög vel á banjo. Þau kynntust, og hann féll henni vel í geð, því að hann var fjörugur piltur og alltaf þokkalega til fara. Hann átti treyju, 3em kostaði fimmtán rúblur, og kragastígvél. Af þessum ástæðum hafði hún orðið ástfanginn af honum, og hann varð hennar „lánardrottinn". Þegar hann var orðinn lánardrottinn hennar, þá gerði hann sér það að atvinnu að taka frá henni þá peninga, sem aðrir vinir hennar gáfu henni fyrir sælgæti, og þegar hann var búinn að drekka sig fullan fyrir þessa peninga, þá barði hann hana. En það hefði nú ekkert verið, ef hann hefðí ekki líka tekið upp á því lt

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.