Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 17

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 17
L I T L A T í M A R 1 T 1 Ð þessar mundir var alvarlega að velta fyrir mér spurningunni um örlög mannkynsins og hugsaði ekki um annað en þjóðfé- lagslegar umbætur og byltingar í stjórn- málum og las allskonar sprenglærðar bækur, sem vitanlega voru sjálfum höf- undum þeirra ofurefli — einmittumþessar mundir, segi ég, var ég af fremsta megni að reyna að gera sjálfan mig að „gild- andi afli í þjóðfélaginu". Mér jafnvel fannst ég hafa náð takmarkinu að nokkru Ieyti. Að minnsta kosti var málum svo komið um þetta Ieyti, að ég viðurkenndi það með sjálfum mér, að ég ætti ský- lausan rétt á að vera til, að ég væri þess fyllilega maklegur að fá að lifa líf- inu og um leið hæfur til að leika þar hlutverk sögulegrar persónu. Og nú var kvenmaður að hlýja mér með líkama sínum, — einmana og hrjáður veslingur, sem hvergi átti höfði sínu að að halla. Ekki hafði mér til hugar komið, að hjálpa henni, fyr en hún hjálpaði mér. Eg hefði vissulega ekki kunnað að hjálpa henni, jafnvel þó að mér hefði dottið það í hug. Mér var næst að halda, að allt þetta bæri fyrir mig í draumi — óþægilegum, þjakandi draumi. 15

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.