Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 21

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 21
i I T L A T í M A R I T 1 Ð Einn morgun fekk hinn frægi hand- læknir heimsókn svo snemma, að hann var ekki kominn á fætur. Kvað sjúkl- ingurinn tilfelli sitt svo alvarlegs eðlis, að það þyldi ekki mínútu bið, og krafð- ist þess að fá að tala við lækninn þegar í stað. Hann klæddi sig í skyndi og hringdi á þjón sinn. , „Látið sjúklinginnkomainn,“sagðihann. Sá, er inn kom, leit út fyrir að vera af betra tæinu. Andlit hans var fölt og hreyfingarnar óstyrkar, og allt útlit hans bar vott um líkamlega þjáningu. Hægri höndina bar hann í fatla og þótt honum tækist að halda andlitsdráttum sínum óhögguðum, stundi hann af sársauka öðru hvoru. „Gerið svo vel að fá yður sæti. Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Eg hef ekkert getað sofið í heila viku. Það er eitthvað að mér í hendinni, en hvað það er, veit ég ekki. Það kann að vera krabbamein eða einhver annar hræði- 19

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.