Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 41

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 41
L / T L A T í M A R 1 T I Ð þetla. Og ekki gat hann að því gert, aö hann setti þessar aðgerðir Þorkels í sam- band við það, hve mamma drengsins gladdist, þegar hann færði henni heim kolamola eða eitthvað annað, sem gat ekki verið aflað á heiðarlegan hátt. Kristján hafði líka haft sára raun af Quðrúnu. Hún kom oft ekki heim fyr en eitt eða tvö á nóttinni. Og mamma hennar hafði örsjaldan átalið hana fyrir þetta. Enda var telpan búin að fá hið versta óorð á sig. Það kom jafnvel fyrir, að krakkarnir bentu á hann á götunni og sögðu, að þarna færi pabbi hennar Götu-Gunnu. Mikið hafði hann hugsað um framferöi Katrínar og barnanna, og þá gat honum ekki dulizt, að honum þótti eftir sem áður vænt um þau öll. Kristján nam nú staöar og fór að gá f kringum sig. Ærið skuggalegt var þarna við sjóinn, svo að honum hraus hugur við. Hann horfði yfir borgina. Þá sá hann, ekki mjög langt í burtu, að því er hon- um virtist, geysimikinn eldbjarma. Kristján þóttist vita, að kviknað hefði í húsi. Ósjálfrátt fór hann strax af stað í áttina til eldsins. Hann gekk fyrst hægt, en 39

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.