Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 43

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 43
r. I T L A T í M A R I T 1 Ð 0 Djásnið. Eftir Guy de Maupassant. Hún var ein af þessum óvenju-glæsilegu og yndislegu ungu stúlkum, sem hafði eins og af vangá örlaganna orðið dóttir efnalítilla og óbreyttra foreldra. Hún hafði engan heimanmund, engar Iíkur eða ráð til þess að verða þekkt, skilin, elskuð eða gift tignum og ríkum manni, og hún gerði sér því að góðu að giftast aðstoðarmanni í stjórnarráði. Hún gekk fátæklega til fara, því að hún hafði ekki efni á að kaupa sér neitt skart. En hún var líka jafn-óhamingjusöm og sá, sem ekki hefur lent á réttri hillu í þjóðfélaginu, því að konurnar tilheyra engri sérstakri stétt eða þjóðflokki. Feg- urð og yndisþokki bætir fyrir uppruna þeirra og ætt. Meðfæddur snoturleiki, ósjálfráð glæsimennska og lipurð erþeirra einasta helgivald og lætur dætur almúga- mannanna jafnast á við hefðarkonur. Hún þjáðist sífellt af því, að hún fann, að hún var sköpuð til þess að njóta munaðar og allsnægta. Henni Ieið illa í 41

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.