Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 54

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 54
L 1 T L A TÍMARITIÐ örvæntingunni út af þessu hræðilega óhappi. Loisel kom heim um kvöldið, fölur og úftaugaður, en hafði ekki fundið neitt. „Þú verður að skrifa vinkonu þinni, að þú hafir brotið lásinn á hálsdjásninu hennar, og að þú hafir sent það til við- gerðar. Þá fáum við tíma til að leita fyrir okkur“. Hún skrifaði eftir forsögu hans. Að viku liðinni höfðu þau mist alla von. Loisel, sem virtist hafa elzt um tíu ár, sagði: „Við verðum að reyna að fá annað djásn í staðinn". Daginn eftir tóku þau öskjuna, sem það hafði legið í, og fóru til gimsteina- salans, er hafði letrað nafn sitt í hana. Hann gáði í bækur sínar. „Það er ekki ég, sem hef selt þetta hálsdjásn. Eg hef aðeins útvegað öskjuna". Svo gengu þau frá einum gimsteina- salanum til annars, og leituðu að djásni, er líktist hinu. Þau gerðu sér allt far um að muna eftir hverju smáatriði í því, og voru bæði sjúk af áhyggju og ótta. I einni af verzlunum Palais Royals fundu þau demantsdjásn, sem þeim fannst 52

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.