Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 4
4 TMM 2013 · 2 Kristrún Heimisdóttir Brostin framtíð – 20 árum síðar Samræða um sósíalisma, alræði, sögu íslenskra vinstri sósíalista og sósíaldemókratískt sensíbílitet Kristrún Heimisdóttir ræðir við Jóhann Pál Árnason Sumarið 2009 rakst ég á bók sem ég vissi ekki að væri til – greip hana úr hillu í Þjóðarbókhlöðunni og las til enda innan sólarhrings. Bókin heitir Brostin framtíð (The Future that Failed) og er eitt af afrekum Jóhanns Páls Árnasonar sem Háskóli Íslands lýsti formlega yfir 1. desember 2011 að væri „líkast til sá íslenski hugsuður sem kunnastur er á alþjóðlegum fræðavett- vangi“ og gerði hann með þeim orðum að heiðursdoktor. Bókin „Brostin framtíð – um uppruna og endalok sovéska módelsins“ kom út 1993 strax tveimur árum eftir hrun Sovétríkjanna, gefin út fyrir heimsmarkað af hinu virta Routledge-forlagi. Zygmunt Bauman sem telja má einn áhrifamesta félagsvísindamann samtímans sagði þegar hún kom út: „Þessa bók ættu allir að lesa sem vilja vita hvar þeir eru staddir og hvert heimurinn stefnir.“ Ég hitti Jóhann Pál í fyrsta skipti á Akureyri 2010 og þakkaði honum strax sem lesandi fyrir bókina. Hann er kominn yfir sjötugt og meira en hálf öld liðin frá því hann fór austur yfir járntjaldið til náms í Tékkóslóvakíu, heitur í trú á hið fyrirheitna land sósíalismans í austri. Árum saman var nafn hans ritað á titilsíðu tímaritsins Réttar sem eins úr ritstjórn og forystusveit þessa stolts íslenskra sósíalista. Af hverju hafa svo fáir á Íslandi lesið Brostna fram- tíð? Af hverju hverfur höfundur úr íslenskri umræðu þegar hann hefst til virðingar og áhrifa á heimsvísu? Viðtökur bókarinnar til þessa hér á landi er ritdómur Þórarins Hjartar- sonar í Sögu 1997 sem virðist lesa bókina út frá sjónarhorni maóískrar eða sambærilegrar hugmyndafræði, gerir ágreining um lykilforsendur bresta- greiningar Jóhanns Páls og segir m.a. um bókina: „Hvað varðar þá heildar- mynd sem bókin gefur af „sovét-líkaninu“ þá get ég ekki metið hana út frá því hvernig hún er undirbyggð efnislega, heldur aðeins með því að bera hana saman við þá mynd sem ég hef sjálfur […] tótalítaríanisma-hugtakið er ég mjög ósáttur við og finnst það skekkja alla hugsun um Sovétríkin […] Iðnvæðing hefur í tímans rás orðið æ erfiðari þeim ríkjum sem urðu sein til. Heimsmarkaður kapítalismans virkar þannig að þau festast í stöðu hrávöruríkja á jaðarsvæðum. Hafi þau náð að iðnvæðast hefur það jafnan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.