Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 5
B r o s t i n f r a m t í ð – 2 0 á r u m s í ð a r TMM 2013 · 2 5 gerst með pólitískri kraftbeitingu og opinberri stýringu eigin hagkerfis, a.m.k. á uppbyggingarskeiðinu. Því fylgir gjarnan pólitísk samþjöppun, og auðvitað ýmsar hættur henni tengdar. Sovétríkin voru eitt örfárra ríkja sem komst yfir „gjána“ á 20. öld.“1 Jóhann Páll lýsir sjálfur bókinni svo: „Brostin framtíð er tilraun til heildar- túlkunar á kommúnismanum sem sögulegu fyrirbæri, í þeim dúr sem kallaður hefur verið á ensku „interpretive essay“; en um kommúnismann hefur líklega verið meira af því tagi skrifað á frönsku en ensku. Hún rekur ekki sögu kommúnismans – né heldur myndbreytingar alræðisins sem þátt í þeirri sögu – í smáatriðum. Aðalviðfangsefnið er sovétmódelið sem slíkt, þ.e. valdakerfi sem til varð í Rússlandi eftir 1917 og komst síðar á í öðrum heimshlutum – eftir ýmsum leiðum og með ýmsum tilbrigðum.“ Konunni sem hér skrifar fannst Brostin framtíð ærlegt og alvarlegt rit, ströng vitsmunaleg glíma við hinar erfiðustu spurningar sem gefur lesand- anum mikið. Hún er líka skýr, snjöll og grípandi og ég las hana í einum rykk mér til ómælds skilningsauka á Sovétríkjunum, Rússlandi, kommúnisma, myndun ríkja, byltingum og nútímavæðingu. Efnistökin eru ekki framandi heldur sverja sig skýrlega í ætt evrópskrar nútímahugsunar um félagsvísindi, heimspeki, lýðræði og stjórnmál nútímans. Brostin framtíð á ríkt erindi við okkur því hversu miklu máli skipti ekki kommúnisminn og trúin á fram- tíðarríki sovétsins í íslenskum stjórnmálum og menningarlífi á 20. öld? Af hverju og til hvers var „Brostin framtíð“ skrifuð? „Kveikjan að bókinni var ævilangur áhugi á kommúnisma og Sovétríkjunum, og í vaxandi mæli gagnrýnin hugsun um hvort tveggja. Í upphafi trúði ég á Sovétríkin, sem stóð þó ekki lengi, og síðan átti ég mun lengri samfylgd með róttækri vinstristefnu. Ég hélt eins og flestir að Sovétríkin væru langtíma- fyrirbæri, komin til að vera, að minnsta kosti lengur en mín kynslóð. Með stuttum fyrirvara kom svo hrunið 1989 til 1991. Sjálfur var ég þá staddur í Ástralíu en ég og konan mín, sem er tékknesk, komum til Tékkóslóvakíu í desemberbyrjun og urðum vitni að ótrúlegum atburðum. Þegar horft er til baka markar yfirlýsing stjórnar ungverska kommúnistaflokksins í mars 1989 um afsal valdaeinokunar upphaf hrunsins í Austur-Evrópu. En sjálfur skildi ég að aftur yrði aldrei snúið þegar mótmælagöngurnar hófust í Leipzig, Dresden og öðrum stærstu borgum Austur-Þýskalands og Gorbatsjoff gerði ekkert. Sovétríkin höfðu alltaf verið ofurviðkvæm gagnvart Austur-Þýska- landi, og ef þau stöðvuðu ekki breytingar þar, beittu ekki valdi eins og 1953 og síðar í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, hlaut það að merkja endalok.“ Vorið 1990 kom ég til Berlínar og þá sáust bílar út um allt á götum með áletrun á brettum og bílhurðum: „Þakkir og stuðningur við Gorba“ – og var átt við Gorbatsjoff sem stór hluti Þjóðverja þakkaði aðgerðarleysið gagnvart
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.