Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 5
B r o s t i n f r a m t í ð – 2 0 á r u m s í ð a r
TMM 2013 · 2 5
gerst með pólitískri kraftbeitingu og opinberri stýringu eigin hagkerfis,
a.m.k. á uppbyggingarskeiðinu. Því fylgir gjarnan pólitísk samþjöppun, og
auðvitað ýmsar hættur henni tengdar. Sovétríkin voru eitt örfárra ríkja sem
komst yfir „gjána“ á 20. öld.“1
Jóhann Páll lýsir sjálfur bókinni svo: „Brostin framtíð er tilraun til heildar-
túlkunar á kommúnismanum sem sögulegu fyrirbæri, í þeim dúr sem
kallaður hefur verið á ensku „interpretive essay“; en um kommúnismann
hefur líklega verið meira af því tagi skrifað á frönsku en ensku. Hún rekur
ekki sögu kommúnismans – né heldur myndbreytingar alræðisins sem þátt
í þeirri sögu – í smáatriðum. Aðalviðfangsefnið er sovétmódelið sem slíkt,
þ.e. valdakerfi sem til varð í Rússlandi eftir 1917 og komst síðar á í öðrum
heimshlutum – eftir ýmsum leiðum og með ýmsum tilbrigðum.“
Konunni sem hér skrifar fannst Brostin framtíð ærlegt og alvarlegt rit,
ströng vitsmunaleg glíma við hinar erfiðustu spurningar sem gefur lesand-
anum mikið. Hún er líka skýr, snjöll og grípandi og ég las hana í einum rykk
mér til ómælds skilningsauka á Sovétríkjunum, Rússlandi, kommúnisma,
myndun ríkja, byltingum og nútímavæðingu. Efnistökin eru ekki framandi
heldur sverja sig skýrlega í ætt evrópskrar nútímahugsunar um félagsvísindi,
heimspeki, lýðræði og stjórnmál nútímans. Brostin framtíð á ríkt erindi við
okkur því hversu miklu máli skipti ekki kommúnisminn og trúin á fram-
tíðarríki sovétsins í íslenskum stjórnmálum og menningarlífi á 20. öld?
Af hverju og til hvers var „Brostin framtíð“ skrifuð?
„Kveikjan að bókinni var ævilangur áhugi á kommúnisma og Sovétríkjunum,
og í vaxandi mæli gagnrýnin hugsun um hvort tveggja. Í upphafi trúði ég á
Sovétríkin, sem stóð þó ekki lengi, og síðan átti ég mun lengri samfylgd með
róttækri vinstristefnu. Ég hélt eins og flestir að Sovétríkin væru langtíma-
fyrirbæri, komin til að vera, að minnsta kosti lengur en mín kynslóð. Með
stuttum fyrirvara kom svo hrunið 1989 til 1991. Sjálfur var ég þá staddur í
Ástralíu en ég og konan mín, sem er tékknesk, komum til Tékkóslóvakíu
í desemberbyrjun og urðum vitni að ótrúlegum atburðum. Þegar horft er
til baka markar yfirlýsing stjórnar ungverska kommúnistaflokksins í mars
1989 um afsal valdaeinokunar upphaf hrunsins í Austur-Evrópu. En sjálfur
skildi ég að aftur yrði aldrei snúið þegar mótmælagöngurnar hófust í Leipzig,
Dresden og öðrum stærstu borgum Austur-Þýskalands og Gorbatsjoff gerði
ekkert. Sovétríkin höfðu alltaf verið ofurviðkvæm gagnvart Austur-Þýska-
landi, og ef þau stöðvuðu ekki breytingar þar, beittu ekki valdi eins og 1953
og síðar í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, hlaut það að merkja endalok.“
Vorið 1990 kom ég til Berlínar og þá sáust bílar út um allt á götum með
áletrun á brettum og bílhurðum: „Þakkir og stuðningur við Gorba“ – og var
átt við Gorbatsjoff sem stór hluti Þjóðverja þakkaði aðgerðarleysið gagnvart