Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 14
K r i s t r ú n H e i m i s d ó t t i r
14 TMM 2013 · 2
geta ekki tjáð sig opinskátt um þetta; þeir verða að sýna kjósendum kurteisi).
Stór hluti þjóðarinnar virðist vera í einhvers konar afneitun, sættir sig ekki
við að lífskjörin frá 2007 séu búin að vera, vill fá verðhrun krónunnar endur-
greitt og er því móttækilegur fyrir furðulegustu hugmyndir um úrbætur.
Eitthvað er í ólagi þegar farið er að tala um að nota kylfur og haglabyssur
til að útkljá mál sem aðeins verður leyst með samningum, og þar af leiðandi
ekki með neinum einhliða ákvörðunum Íslendinga. Líkingamál segir alltaf
eitthvað um hugarfar þeirra sem það nota og þeirra sem láta sannfærast. Við
það bætist svo að tekist hefur að búa til goðsögur um hrunið, í þeim dúr
að Íslendingar séu frekar þolendur en gerendur. Útrásin breytist í umsátur;
bankarnir lentu í höndum óreiðumanna og undirmálsmanna, sem oft er lýst
eins og þeir hafi verið einhverjar utanaðkomandi geimverur, óvild erlendra
þjóða gerði illt verra, en því versta tókst Íslendingum að afstýra með baráttu
sinni gegn Icesave-samningnum. Allt er þetta mjög á skjön við veruleikann.
„Sigurinn“ í Icesave-málinu var slembilukka (í þeim skilningi að dómstóll-
inn hefði hæglega getað komist að annarri niðurstöðu), og þegar slembilukka
stígur mönnum til höfuðs er voðinn vís.
Óvild erlendra þjóða – ég held að þessi formúla komi beint úr höfuð-
stöðvum íslenskra frjálshyggjumanna – verður svo að allsherjargrýlu sem
ekki síst er notuð gegn Evrópusambandinu. Efasemdir um núverandi
skipulag og stefnu þess getur maður skilið, en það gegndarlausa Evrópuhatur
sem hér hefur breiðst út á sér tæplega hliðstæðu annars staðar í álfunni.
Evrópusambandinu er líkt við Þýskaland á tímum nasista og kreppu síðustu
ára við eldhaf (hvað á maður þá að kalla stríð?); það er talið sitja um fjöregg
Íslands, o.s. frv. Það er best að eyða ekki fleiri orðum að þessu. En allt sem að
framan er talið virðist mér benda til þess að annað heimatilbúið stórslys sé í
vændum. Ég reyni ekki að spá nánar um það. Greinilegt er þó að eftirmálinn
við íslenska efnahagsviðundrið (þessa ágætu lýsingu á frjálshyggjubólunni
tek ég að láni frá Stefáni Ólafssyni) er enn í mótun.
Tilvísanir
1 Þórarinn Hjartarson: „Jóhann Páll Árnason: The Future that Failed. Origins and Destinies of
the Soviet Model“. Saga, tímarit Sögufélags XXXV (1997), bls. 282–287.