Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 19
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð TMM 2013 · 2 19 Gott talsamband Aldrei varð ég hins vegar var við framsóknarmennsku hjá Karli, og ekki var keppinautur hans um krúnu Páls Magnússonar, Sigmundur Ernir Rúnars- son fölbleikari krati en hver annar. Elín Hirst, hafði hins vegar augljós- lega „gott talsamband“ í orðsins fyllstu merkingu við Sjálfstæðisflokkinn. Hannes Hólmsteinn kom með henni sem „deit“ í starfsmannapartí og hún virtist alltaf vera nýbúin að tala við Kjartan mág minn Gunnarsson í hvert skipti sem ég talaði við hana. Það var mjög notalegt fyrir mig að fá hjá henni fréttir af fjölskyldu minni í bland við almælt tíðindi af innanlands- og alþjóðamálum. Ég mótmælti eins og ég gat brottrekstri hennar af Stöð 2 skömmu eftir að hún réð mig yfirmann erlendra frétta í mars 1996, en lítt var tekið undir af samstarfsmönnum mínum. Seinna, hélt ég brottrekinn af Stöð 2 og lúpulegur á fund Elínar en hvort sem það var vegna þess eða þrátt fyrir að hún var nýbúin að tala við mág minn, var ekkert pláss fyrir mig á bláskjá Elínar. Og það skiptir máli að hafa góða kontakta í blaðamennsku, og það er vandrötuð leið að virða trúnað við heimildarmenn og vinna sér traust þeirra án þess að verða handbendi þeirra. Eitt sinn hringdi kollegi af Ríkissjónvarpinu í mig og spurði mig hvernig ástandið væri á Stöðinni út af rassíu Ríkisskattstjóra. Ég kom af fjöllum, enda allt með kyrrum kjörum. Þegar betur var að gáð kom í ljós fréttabíll frá RÚV fyrir utan Stöð 2. Skattrannsóknarmenn höfðu hins vegar tafist og þeir byrjuðu ekki að gramsa í bókhaldinu fyrr en nokkrum stundarfjórðungum síðar. Skotmarkið var Jón Ólafsson, aðaleigandi fyrirtækisins. Starfsmenn voru teknir fyrir einn af öðrum með ýmiss konar smotterí eins og t.d. einn sem hafði fengið flugmiða greiddan til að laða hann til starfa á Stöðinni. Þetta var ekki flókið mál og hann viðurkenndi fúslega að þetta hefði eftir á að hyggja verið skattskylt. Á meðan verið gengið var frá málinu spjallaði hann um daginn og veginn við skattmanninn. Spurði stöðvarmaður hvort ekki væri mikið í lagt að embættið legðist í heilu lagi á ekki stærri fisk en Jón Ólafsson. Brást skatti hinn verst við: „Það eru sko ekkert allir starfsmenn hér í þessu máli – í mesta lagi helmingurinn!“ Jóni kynntist ég fyrst þegar ég gekk til liðs við Bylgjuna 1986 sem einn af fyrstu starfsmönnum hennar ásamt þingmannsefnunum Karli Garðars og Elínu Hirst og varð fljótlega ljóst að þótt ekki væri Jón skráður fyrir stórum hlut, var hann potturinn og pannan í starfinu frá upphafi. Eitt sinn haustið 1986 dró Jón mig afsíðis og inn í stóra stúdíóið en hvor- ugur okkar kunni að kveikja ljós. Þar reyndi Jón að telja mig á að milda fréttir af einhverjum vandræðum Sjálfstæðisflokksins. Ég tók því fjarri og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.