Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 23
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð TMM 2013 · 2 23 þetta var Róbert Marshall, þá tiltölulega nýr í blaðamennsku en hann hafði stigið sín fyrstu skref í faginu á flokksblaði Alþýðubandalagsins. Hvatti hann undirritaðan ákaft til að gefa kost á sér til formennsku í fél- aginu, en ég vékst undan enda lítt gefinn fyrir félagsstörf. Bauð Róbert sig þá fram og náði kjöri frekar óvænt. Engum leyndist að lánadrottnar börðu sífellt fastar að dyrum og frétta- stjórinn dvaldi langdvölum „hinumegin“ eins og það var kallað – á fundum með yfirstjórninni. Loks bárust boð um það að yfirstjórnin krefðist niðurskurðar á frétta- stofunni. Hver fréttamaðurinn á fætur öðrum var boðaður í viðtal og gert að semja upp á nýtt um starfskjör, ekki síst vinnutíma. Einna fyrstur til að sæta þessari meðferð var sjálfur formaður Blaðamannafélagsins. Snilldarbragð af hálfu forstjórans að stilla formanni stéttarfélagsins svona upp við vegg: semdu eða þú missir starfið. Allir geta sett sig í spor viðkomandi og verður hver að svara fyrir sig hvort hann hefði brugðist öðruvísi við. Brautin hafði verið rudd og flestir fréttamennanna urðu að semja um ný og lakari kjör, einn og einn í einu án nokkurs skjóls í stéttarfélaginu sem hafði verið kippt úr sambandi í einu vetfangi. Þó ekki allir. Undirritaður var beðinn um að taka að sér Ísland í dag í afleysingum sumarið 2003. Ég lét það boð út ganga að ég væri ekki tilbúinn að semja um verri kjör en ég hefði og var sagt að það stæði ekki til, heldur væri mér ætlað nýtt hlutverk að hausti. Satt að segja trúði ég þessu ekki og tók að búa mig undir hið versta, minnkaði við mig húsnæði til að geta brugðist við tekjumissi. En þetta reyndist aðeins vera byrjunin. Í lok júní var tilkynnt að tylft starfsmanna, flestir félagar í Blaðamannafélaginu, hefði verið rekin. Mikla athygli vakti að í hópnum voru fjórar fréttakonur sem sagt var upp á einu bretti; allar virtar og vinsælar konur og að minnsta kosti ein þeirra, Ólöf Rún Skúladóttir, sannkölluð sjónvarpsstjarna. Það var auðvitað sérkennilegt að reka meira en helming kvennanna af fréttastofunni og slíkt þótti ekki góð latína á Íslandi á 21. öld. Blóðtakan var svo mikil að það var eiginlega sjálfhætt við þá stefnu að karl og kona læsu fréttir í sameiningu: það voru ekki nógu margar konur eftir. Fréttastofan varð aldrei söm eftir þennan brottrekstur og reyndar var hún orðin svo fáliðuð að kraftaverk þurfti hverju sinni til að fylla fréttatímann. Tími myndskreyttra fréttatilkynninga var runninn upp. Samhljómur forstjóra og formanns Viðbrögðin voru hörð í þjóðfélaginu en Blaðamannafélagið hreyfði hvorki legg né lið. Í Fréttablaðinu var haft eftir Róberti Marshall, formanni félags- ins, að það væri reiðarslag fyrir fólk að missa vinnuna, en það væri hart í ári
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.