Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 30
Á r n i S n æ va r r
30 TMM 2013 · 2
Í þessari sögu má líka einu gilda um Árna Snævarr. Taki einhver illa
þessum skrifum sem sögð eru frá mínum sjónarhóli, verður svo að vera, en
ég tel að mér beri skylda til að segja söguna – fyrst enginn annar gerir það.
Ég hef kallað Sigurð G. Guðjónsson velgjörðarmann minn því ég þrefaldaði
laun mín þegar ég hætti á Stöð 2 og losnaði úr þeirri fátæktargildru sem
íslensk fréttamennska er.
Sigurður G. Guðjónsson lauk hlutverki sínu þegar síðasti bananinn hafði
verið lagður að Alþingi og einhver snjallasti blaðamaður Íslands, Gunnar
Smári Egilsson tók við fyrirtækinu. Sigurður settist í stjórn Glitnis fyrir
Baug og tók með sér í falli bankans svila sinn, bankamálaráðherrann Björg-
vin G. Sigurðsson, sem flaug eins og Íkarus of nálægt sólinni, vængirnir
bráðn uðu og hann hrapaði til jarðar.
Sigurður hefur verið einn skeleggasti málsvari og stundum lögmaður
útrásar víkinga, ýmist með pennann að vopni eða með síendurteknum
mála ferlum á hendur óþekkum blaðamönnum. Skoðanir hans á blaða-
mönnum hafa ekkert breyst eins og sást þegar Jón Ásgeir losaði sig nýverið
við blaðamenn sem höfðu mótmælt afskiptum hans af umfjöllun 365 sam-
steypunnar. Þá skrifaði Sigurður á Pressuna:
Sé að fjölmiðlar eru uppfullir af umfjöllun um fjölmiðlunga sem ýmist eru að koma
til starfa eða láta af störfum. Átta mig ekki alveg á þessari sjálfhverfu. Þetta gerist
dagsdaglega meðal annarra starfsstétta án þess að fréttnæmt þyki.
Sigurður kemur til dyranna eins og hann er klæddur, það má hann eiga og er
ekki með neina uppgerðarsamúð með fólki sem missir vinnuna, hvað þá að
hann hafi áhyggjur af tjáningarfrelsi – og er því sjálfum sér samkvæmur.
Íslandsmeistarinn í spólukasti – án atrennu
Ég hef því miður ekki átt þess kost að sjá mér og mínum farborða sem
blaðamaður (ef það er þá hægt á Íslandi) frá því ég hélt utan. Þegar ég var
að alast upp í 101 Reykjavík á sjöunda áratugnum þótti ekki fínt að vera
blaðamaður. Um það leyti sem Neil Armstrong tók lítið skref á tunglinu og
risastökk fyrir mannkyn, var ég spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég
yrði stór. Svarið kom öllum á óvart; því það var hvorki rektor eins og pabbi
né geimfari eins og Armstrong heldur blaðamaður. Heilt matarboð góndi á
mig og ég fór svo hjá mér að ég dró í land og sagði; „nei, annars ég ætla bara
að vera maður.“
En maður lifandi ég er og mun alltaf verða blaðamaður. Nokkru eftir
að ég hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var ég óbreyttur fótgönguliði í
heim sókn í Noregi. Þar sem ég drap tímann við að skoða málverk og ljós-
myndir í norska forsætisráðuneytinu á meðan aðrir sátu fundi heyrði ég
rödd fyrir aftan mig: „Ertu blaðamaður?“ Ég svaraði án þess að hika „já“ og