Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 30
Á r n i S n æ va r r 30 TMM 2013 · 2 Í þessari sögu má líka einu gilda um Árna Snævarr. Taki einhver illa þessum skrifum sem sögð eru frá mínum sjónarhóli, verður svo að vera, en ég tel að mér beri skylda til að segja söguna – fyrst enginn annar gerir það. Ég hef kallað Sigurð G. Guðjónsson velgjörðarmann minn því ég þrefaldaði laun mín þegar ég hætti á Stöð 2 og losnaði úr þeirri fátæktargildru sem íslensk fréttamennska er. Sigurður G. Guðjónsson lauk hlutverki sínu þegar síðasti bananinn hafði verið lagður að Alþingi og einhver snjallasti blaðamaður Íslands, Gunnar Smári Egilsson tók við fyrirtækinu. Sigurður settist í stjórn Glitnis fyrir Baug og tók með sér í falli bankans svila sinn, bankamálaráðherrann Björg- vin G. Sigurðsson, sem flaug eins og Íkarus of nálægt sólinni, vængirnir bráðn uðu og hann hrapaði til jarðar. Sigurður hefur verið einn skeleggasti málsvari og stundum lögmaður útrásar víkinga, ýmist með pennann að vopni eða með síendurteknum mála ferlum á hendur óþekkum blaðamönnum. Skoðanir hans á blaða- mönnum hafa ekkert breyst eins og sást þegar Jón Ásgeir losaði sig nýverið við blaðamenn sem höfðu mótmælt afskiptum hans af umfjöllun 365 sam- steypunnar. Þá skrifaði Sigurður á Pressuna: Sé að fjölmiðlar eru uppfullir af umfjöllun um fjölmiðlunga sem ýmist eru að koma til starfa eða láta af störfum. Átta mig ekki alveg á þessari sjálfhverfu. Þetta gerist dagsdaglega meðal annarra starfsstétta án þess að fréttnæmt þyki. Sigurður kemur til dyranna eins og hann er klæddur, það má hann eiga og er ekki með neina uppgerðarsamúð með fólki sem missir vinnuna, hvað þá að hann hafi áhyggjur af tjáningarfrelsi – og er því sjálfum sér samkvæmur. Íslandsmeistarinn í spólukasti – án atrennu Ég hef því miður ekki átt þess kost að sjá mér og mínum farborða sem blaðamaður (ef það er þá hægt á Íslandi) frá því ég hélt utan. Þegar ég var að alast upp í 101 Reykjavík á sjöunda áratugnum þótti ekki fínt að vera blaðamaður. Um það leyti sem Neil Armstrong tók lítið skref á tunglinu og risastökk fyrir mannkyn, var ég spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Svarið kom öllum á óvart; því það var hvorki rektor eins og pabbi né geimfari eins og Armstrong heldur blaðamaður. Heilt matarboð góndi á mig og ég fór svo hjá mér að ég dró í land og sagði; „nei, annars ég ætla bara að vera maður.“ En maður lifandi ég er og mun alltaf verða blaðamaður. Nokkru eftir að ég hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var ég óbreyttur fótgönguliði í heim sókn í Noregi. Þar sem ég drap tímann við að skoða málverk og ljós- myndir í norska forsætisráðuneytinu á meðan aðrir sátu fundi heyrði ég rödd fyrir aftan mig: „Ertu blaðamaður?“ Ég svaraði án þess að hika „já“ og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.