Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 31
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð TMM 2013 · 2 31 var umsvifalaust varpað á dyr og ekkert hlustað þó að ég reyndi að malda í móinn og segðist vinna hjá alþjóðasamtökunum. Það er ekki heiglum hent að skilgreina í eitt skipti fyrir öll hvað „frétt“ er. Frétt dagsins í dag kemst ekki á blað á morgun. Jafnerfitt er að skilgreina hvað blaðamaður er. Eiginlega er samlíkingin við alkóhólistann best – maður heldur áfram að vera alki þótt maður drekki ekki lengur brennivín! Blaðamennskan er eins og alkóhólisminn ólæknandi sjúkdómur – ég hef reynt hvort tveggja á eigin skinni – en ég er ekki viss um að sjónvarps- mennskan sé það. Sjónvarp kallar að mörgu leyti það versta fram í fólki, ekki síst hégómagirnd og yfirborðsmennsku, auk þess að vera kjörbeður hvers kyns tækifærissinna. Á venjulegum vinnustað eru ein til tvær prímadonnur, á sjónvarpi vinna ekkert nema prinsar og prinsessur. Og ykkar einlægur undirritaður? Sekur af öllum ákæruatriðum. Það rigndi upp í nasirnar á mér að hætti hússins og ekki bætti úr skák að miklir skapsmunir fylgdu metnaði og ástríðu fyrir faginu. Og ég hika ekki við að fullyrða að af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur sé ég einna skástur í því að vera fljótur að setja mig inn í málin; taka saman helstu atriði og koma þeim til skila á greinargóðan hátt. Fræðimannsgenin hafa kannski ekki skilað sér jafnvel til mín og kennaragenin, en foreldrar mínir sameinuðu bæði þetta tvennt með ágætum. Og auðvitað er blaðamaður og kennari sín hvor hliðin á sama peningi eins og mörg dæmi sanna; til dæmis ritstýrði afi minn Sigurður Þórólfsson fréttablaðinu Dagskrá í upphafi tuttugustu aldar en hann er þekktari sem skólamaður á Hvítárbakka í Borgarfirði. Og skapið fékk ég kannski frá Sigurði afa. Mín sérgrein var að kasta myndbandsspólum í næstu ruslafötu, ekki síst þegar ég brann inni með frétt – spólan barst of seint í útsendingu. Á löngum ferli í sjónvarpi fyrst á RÚV (níu ár) og svo á Stöð 2 (sjö ár) kastaði ég spólum í gegnum nokkrar tæknibyltingar. Get ekki hugsað þá hugsun til enda ef ég hefði byrjað í fréttamennsku á tímum filmunnar, en ég náði að kasta stórum ampex-spólum og síðan litlum og nettum betaspólum. Í beinum útsendingum lét ég mér nægja geð vonsku- köst. En hvað á Íslandsmeistarinn í spólukasti – með og án atrennu – með frjálsri aðferð – að gera í spólulausri stafrænni sjónvarpsveröld? Staða sjónvarpsfréttamanns er álíka og staða faxtækjaviðgerðarmanns fyrir tíu árum – sjónvarpsfréttir eins og þær voru og hétu eru deyjandi fyrir- bæri og dánarorsök kvöldfréttatíma og faxtækja sú sama: internetið. * Um það leyti sem síðustu aurarnir runnu inn á bankareikning minn frá Stöð 2 og ég hélt utan til Kósovo mátti lesa í kynningu á Stöð 2 að á dagskrá væri þáttur um svaðilför forstjórans Sigurðar G. Guðjónssonar og verkalýðs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.