Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 34
B u b b i M o r t h e n s 34 TMM 2013 · 2 af sjóveikinni eða hvort þetta væri raunveruleiki en ef svo var þá hefði verið betra að deyja úr sjóveiki. Á fjórða degi stóð ég á dekki, máttlaus með gallbragð í munni. Eftir mér beið 400 króka bjóð. Skínandi silfraðir önglar, fastir við granna línu, blöstu við mér. Á hvern öngul þurfti ég að tvíkrækja loðnu. Það þurfti að raða línunni rétt niður í balann svo að hún færi þýðlega út. Ef einhver hnökri væri á þá færi hún útí hönk og ég fengi það verkefni að leysa úr flækjunni með melspíru. Það var í orðsins fyllstu merkingu kleppsvinna. Ég þurfti að beita átta bala á vaktinni. Beitan var í balanum og var að þiðna hægt og rólega. Maginn í mér snerist á hvolf þegar ég fann lyktina. Ég kyngdi ælunni. Ég var viðundur í augum strákanna um borð, þeir kölluðu mig farþegann. Einn af þeim hét Guðmundur og þótt einkennilegt væri varði hann mig fyrir hinum, hótaði þeim. Ef þeir létu mig ekki í friði myndu þeir þurfa að svara honum, og Guðmundur hafði þannig augu að menn trúðu honum, trúðu því að eitthvað slæmt myndi henda þá ef þeir héldu sig ekki á mottunni. Eitt kvöldið var dauður múkki í rúminu mínu. Hvítar fjaðrir, opið rautt brjóstið, brostin svört augu sem störðu á mig. En ég var svo slappur að ég nennti ekki með hann upp á dekk heldur henti honum í vaskinn. Ég heyrði hláturinn í þeim bakvið hurðina. Ég sagði Guðmundi aldrei frá þessu. Skipstjórinn var kallaður Lávarðurinn og Guðmundur var með bréf sem hann hafði einn lesið. Það var frá Fangelsismálastofnun. Guðmundur hafði drepið mann með einu hnefahöggi. Maðurinn sem varð fyrir hnefanum hafði svikið hann í bílaviðskiptum. Guðmundur fór heim til hans og krafði hann um peninginn sem maðurinn hafði haft af honum. Maðurinn var enn þá hlæjandi þegar hnefinn kom eins og refsivöndur Guðs sem hafði gefið sér tíma á fæðingardeildinni til að skoða lófa barnanna sem voru þar, komið að vöggu Guðmundar og séð hverskonar hnefi væri þar í mótun og að það yrði einmitt þessi hnefi á þessu barni sem seinna meir myndi drepa bílasalann. Þessi hnefi hafði vaxið og herst við sjómennsku og slark, þykkur með örótt handarbak, húðin eins og bleikt leður með rauðbláum blettum. Þessi hnefi kom á slíkum hraða með öll 87 kílóin sem Guðmundur var, hvert einasta gramm, á bakvið sig og braut kinnbeinið, augntóftina, kjálkann og nefið. Það var hinsvegar gólfið sem gerði útslagið. Þegar maðurinn féll skall hann með hnakkann í gólfið og höfuðið brotnaði líktog þegar egg er brotið. Guðmundur gleymdi aldrei svipnum á litla stráknum sem stóð fyrir innan dyrnar né öskrinu í konunni sem kom hlaupandi og sá vaxandi blóðpollinn sem rann undan brotnu höfðinu. Á hverju kvöldi í fangelsinu, öll tólf árin, kom litli strákurinn til hans í myrkrinu og starði á hann uppglenntum augum. Guðmundur var tólf ár í fangelsi með grænum veggjum. Græni liturinn átti að hafa róandi áhrif á fangana en þeir hötuðu þennan græna lit, kölluðu hann hlekkjagrænan. Í bréfinu til skipstjórans stóð að Guðmundur væri á fjögurra ára skilorði, væri harðduglegur og vanur sjómaður og enginn væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.