Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 38
Ve t u r l i ð i G . Ó s k a r s s o n 38 TMM 2013 · 2 Hér skal á það minnt – og ekki í fyrsta sinn sem það er gert2 – að í TMM 1949 hét kvæðið „Land þjóð og tunga“ en í bók sinni Á Gnitaheiði3 breytir höfundurinn nafni þess í „Marz 1949“. Tveimur árum síðar er gamli titillinn kominn á ný í safnritinu Svo frjáls vertu móðir sem Mál og menning gaf út á tíu ára afmæli lýðveldisins, með ljóðum eftir 22 helstu skáld samtímans.4 Þar hefur upphafi 2. línu 3ja erindis verið breytt úr „Álagastundin“ í „Örlaga- stundin“ og hefur verið þannig í síðari prentunum, en annars er kvæðið óbreytt.5 Afturhvarfið til frumtitilsins bendir til þess að höfundurinn hafi viljað láta kvæðið hafa almennari skírskotun en sá nýi fól í sér.6 Undir kvæðinu stendur „Marz 1949“, en mörg kvæði í safnritinu eru einmitt merkt ári, sum mánuði og nokkur jafnvel degi. Snorri Hjartarson hafði lengi búið í Noregi og í viðtali við „M.“ (vafalaust Matthías Johannessen, síðar ritstjóra Morgunblaðsins), sem ber yfirskriftina „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein …“ í Morgunblaðinu laugardag- inn 2. febrúar 1957, segir hann frá veru sinni í Noregi og Danmörku og segist hafa verið því fegnastur að hafa ekki endað sem norskt prósaskáld: „Það rann upp fyrir mér síðar, að ég var raunar útlagi í tvennum skilningi: bæði frá landi mínu og tungu … Auk þess er ég alveg sannfærður um, að það er ekki hægt að ná fínustu blæbrigðum tungunnar nema hafa drukkið hana í sig með móðurmjólkinni“ (bls. 6). Viðmælandinn „M.“ bætir svo við, áður en hann vitnar í kvæðið: „Snorri Hjartarson hefir einmitt fjallað um þetta vandamál í einu kvæða sinna. Þar segir hann, að landið, þjóðin og tungan séu órjúfandi heild og dýrð þessarar þrenningar hafi skinið um sig á „dimmum vegi“ útlegðar og fjarvistar frá fósturjörðinni. Þar fann hann, að hann var sjálfur aðeins til í þessari sönnu og einu þrenningu.“ M. lýkur tilvitnun sinni með: „Þú átt mig, ég er aðeins til í þér …“ og tekur Snorri þá fram í fyrir honum: „Þú þarft ekki að taka meira, sagði skáldið, þegar ég kvaðst ætla að vitna í kvæðið. Það kemur hérna svolítill áróður á eftir!“, segir M. Það sem á eftir kemur væri „Örlagastundin nálgast grimm og köld …“ en ekki er nánar vísað í kvæðið í viðtalinu né í þann áróður sem höfundur boðar. Auðvelt er að geta sér til þess að þar hafi hann í huga þá hættu sem honum þótti hernaðarbandalagið fela í sér. Sú heilaga þrenning Magnús Torfi Ólafsson (1923–1998), sem við minnumst best sem alþingis- manns og mennta mála ráðherra, skrifaði ritdóma og bókmenntagreinar í listatímaritið Birting á fyrstu árum þess. Í ritdómi í 1. árgangi 1955 (2. tbl., bls. 44–45), um kvæðasafnið Svo frjáls vertu móðir, segir hann Snorra Hjartarson tjá í þessu kvæði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.